Leita í fréttum mbl.is

Fiskidagurinn mikli

Orri bróðir er einstakur höfðingi heim að sækja, hvort sem hann er heima eður ei.  Þegar hann flutti í nýja húsið sitt var hans fyrsta verk að útbúa aukalykla fyrir okkur mömmu svo við gætum komið í heimsókn hvenær sem er.

Við drifum okkur norður og vorum Orralaus fyrsta sólarhringinn en núna er hann kominn frá Amsterdam og er í þessu að útbúa heljarinnar grillveislu handa okkur.  Við höfðum það kósí hérna í gærkvöldi, Börkur kom til okkar með kínamat og við ræddum stór og smá framtíðar hlaupaplön.  Í dag fórum við á Fiskidaginn mikla.  Frábær stemmning og verður örugglega ekki í síðasta sinn sem við gerum okkur ferð á Dalvík.  Við sáum Brúðubílinn, smökkuðum Hrefnusteik, hráa bleikju, plokkfisk, bollur, fiskborgara og ferskar rækjur.  Við fylgdumst líka með pollunum renna fyrir fisk á bryggjunni og skemmtum okkur í alla staði vel.

Núna erum við nýskriðin úr sundi og við erum eiginlega alveg gáttuð á því að alls staðar út á landi þar sem við förum í sund er betri aðstaða fyrir börn en í Laugardalnum.  Þetta er náttúrulega hneisa að það er eiginlega vonlaust að vera með krakka yngri en 5 í Laugardalslauginni, engin gunn laug með leiktækjum eða skemmtilegheitum.  Við vorum búin að útnefna Selfoss laugina sem uppáhalds laugina okkar er laugin hérna er ekki síðri.  Vorum orðin vel rúsínuð þegar við loksins dröttuðums uppúr.  Já og svo er hörku æfingarsvæði inná laugarsvæðinu og hægt að æfa upphífingar í bikiní, jeeehawww...  Fjögur sett, 10 - 8 - 14 (var með áhorfendur og keppni við einn 11 ára) - 8.  Er að fá þokkalega fína bibba (biceps Tounge) eins og einn einkaþjálfarinn í Laugum komst að  orði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sammála þér með Laugardalinn, alveg sorglegt eins og það er nú dásamlegt að fara þangað eftir æfingar, upp á staðsetningu að gera.  En Kópavogslaugin er líka snilld eftir breytingarnar og svo Neslaugin, hún fær toppeinkunn hvað gormavænlegheit varðar

Ásta (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 22:34

2 identicon

Ertu að fá þokkalega fína hvað ??????

Bibba (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Hróður þinn vex sífellt Bibba mín, ekki bara búið að nefna hlaupaleiðir eftir þér, líka líkmsparta!  Enda ef það er einhver líkamspartur sem ætti að heita í höfuðið á þér þá er það þessi, kæra drottning armbeygjanna og upphífinganna .

Eva Margrét Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband