Leita í fréttum mbl.is

Segðu bara já

Fyrir nokkrum mánuðum var ég að rabba við yfirmann minn, hana Arndísi, yfir kaffisopa.  Hún hafði þá akkúrat verið að taka að sér að stýra stórri ráðstefnu.  Ég spurði hana hvort hún hefði gert eitthvað svoleiðis áður en nei þetta var í fyrsta sinn.  'Maður á bara að segja já þegar maður fær svona tækifæri, svo finnur maður bara út úr þessu.'.

Í síðustu viku var hringt í mig frá Reykjavíkur maraþoni og ég var beðin um að halda fyrirlestur í Höllinni daginn fyrir RM.  Áður en ég vissi af var ég búin að segja já og núna er ég einmitt að reyna að finna út úr því hvað ég ætla að tala um.  Fyrirlesturinn minn hefst kl. 20:30 og ég hef hálftíma til ráðstöfunar.  Það sem vefst helst fyrir mér er við hvaða efni ég eigi að takmarka mig við.  Enginn sem þekkir mig vel hefur nokkrar minnstu áhyggjur af því að ég geti ekki blaðrað í hálftíma Grin.

Ég þarf að senda inn heiti fyrirlestrarins og smá yfirlit.  Er komin með svona tuttugu útgáfur í kollinn, hér eru nokkrar...  

  • Markmiðasetning til að ná persónulegum hámarksárangri
  • Svona gerði ég það; saga fyrrverandi keðjureykjandi fitubollu...
  • Eiginkona, móðir, dóttir, systir, starfsmaður, vinkona... 'Hvenær á ég eiginlega að hlaupa?'
  • Hlaup fyrir, á og eftir meðgöngu
  • Maraþon, þjálfun og undirbúningur
  • Laugavegurinn, þjálfun og undirbúningur
  • Litlu leyndarmálin til að ná árangri í hlaupum (og lífinu :)
  • Hlaupið yfir hlaupaferilinn á harðakani...

Nú er bara spurningin, hvað mynduð þið vilja heyra mig tala um í hálftíma (bannað að segja 'Ekki neitt' Tounge  )  Endilega kommentið og komið með tillögur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  • Hvernig á að hlaupa maraþon hraðar en Börkur...........!

Börkur (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:20

2 identicon

Börkur þú ert Api....! En ógeðslega cool. Hlakka til að hlusta á þig og ætla að draga sem flesta með mér líka. Enda ekkert smá flott kona! Mér finnst Nr: 2 og 3 spennó.

Sigrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:24

3 identicon

Maraþon - þjálfun og undirbúningur

pör sem hlaupa saman... hvernig heldur maður í við kallinn.

kv. Ein sem fylgist með

J (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:28

4 identicon

Annað hvort það síðasta eða blanda af Svona gerði ég það og Litlu leyndarmálin:-)

Sóla (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 21:21

5 identicon

Nr.2,3,4,7,8 hljoma spennandi. Ég er viss um að það verður fullt hús, má eiginlega panta höllinni til fyrirlestra. Því miður er ég ekki á landinu en hefði annars mætt. Kannski tekur einhver þetta upp?? Gangi þér vel.

corinna (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 21:50

6 identicon

Númer eitt Annars er þetta allt spennandi.Gangi þér vel með undirbúninginn sem ég efast ekki um að gangi vel eins og allt hjá þér á árinu.

Fjóla (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 21:52

7 identicon

Numer 3 alltaf verið að spurja mig um þetta líka afsökun númer 1.2.3 sem maður heyrir

Jóhann (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:27

8 identicon

Ég hef tvisvar farið á þessa fyrirlestra og þá hefur "krádið" aðallega verið reyndir hlauparar.    Ég held að stórreykingamanneskjan og fitubollan .. og líka mamman og vinkonan höfði frekar til venjulega fólksins, t.d í fyrirlestur í mötuneyti í hádeginu eða á átaksnámskeiði.
Ég mundi veðja á að á fyrirlestur hjá þér á expóinu mundi helst mæta fólk sem er að reyna að ná persónulegum hámarksárangri.
Spurning svo um hvort þú getur sett þetta í búning fyrir hina líka, venjulegt fólk sem er að byrja að hlaupa ?

Bibba (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:43

9 identicon

2 og 5 og eiginlega 7 líka eða bara allt...Manni langar að heyra þetta allt....

kv. Ein með valkvíða (Hildur)

hildur (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 01:04

10 identicon

Eva.  Taktu nr. 1 Þú hefur fjölmörg dæmi um fólk sem er gott í að setja sér markmið iog ná þeim, hvort sem það eru PM eða eins og þú sjálf að vera best. Ég held að við höfum heyrt nú þegar nóg um undirbúning undir hlaup og ég held líka að ef þú ferð að tala um hlaup og meðgöngu þá missum við karlmenn áhuga á að hlusta ;-).

En 1 og 2 í bland væri æðislegt.  Ég mæti til að hlusta og hlægja að bröndurunum ...... Kv. Oddur K

Oddur (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 11:22

11 identicon

Af mörgu spennandi er að taka. Nr 1, 2 og 7 hljómar mjög vel. Reyndar finnst mér nr 4 hljóma líka spennandi þar sem mér finnst mjög áhugavert hversu fljótt þú náðir þér á strik eftir barnsburð. En þú átt eflaust eftir að sjóða eitthvað gott og spennandi efni úr þessu.

Gangi þér vel 

Bogg (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 11:38

12 Smámynd: Agga

Hlakka til að mæta og hlusta, 1, 3 og 7 væru punktarnir sem ég væri forvitnust að heyra um ...

Agga, 14.8.2008 kl. 13:32

13 identicon

Viðfangsefni 3, 4 og 7 fá mín atkvæði. Mér finnst 4 afar áhugavert - vil vita hvernig þú fórst að :)

Helga sem þú þekkir ekki neitt! (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:16

14 identicon

allt áhugavert, en sammála að nr. 4 mætti læðast með!:)

lesandi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:53

15 identicon

Mér finnst þetta allt mjög spennandi en ef ég þyrfti að velja þá fá nr. 1, 3 og 7 mitt atkvæði.

Mér sýnist á þínum færslum að þú setur upp þitt prógram sjálf þannig að mér þætti gaman að vita hvar þú finnur prógröm til að fara eftir. Ég á mjög erfitt með að mæta í hlaupahópa því það þarf allt að ganga upp í skipulagi heimilisins og tímar hlaupahópa eru svo oft á þeim tíma sem allt er á fullu.

Hlakka til að mæta á fyrirlesturinn,

Kv. Ein sem les alltaf bloggið þitt :-)

Greta (sem þú þekkir ekki neitt) (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 18:10

16 identicon

1,3,7 finnst mér áhugavert. Þinn dugnaður er til fyrirmyndar fyrir okkur hin alveg sama á hvaða aldri við erum. Var mér mikil hvatning þegar þú skrifaðir um nunnuna sem byrjaði að hlaupa eftir fertugt, ég byrjaði líka á þeim tímapunkti, sem segir að að aldrei er of seint að byrja. Ein ókunnug Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 10:38

17 identicon

Nr 1 og 7 fá mitt atkvæði

Alma María (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 15:32

18 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk fyrir þetta, frábært að fá svona feedback!

Eva Margrét Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband