Leita í fréttum mbl.is

1,2 og 7

Fengu flest atkvæði í þessari könnun hjá mér og ég bar þetta undir þá sem skipuleggja ráðstefnuna og þeim leist vel á þetta.  Ég  ætla þá að rabba um það hvernig ég nýti mér markmiðasetningu til að ná árangri í lífinu sem og í hlaupunum, fylli upp með litlu trikkunum sem ég nota til að halda mér á beinu brautinni.

Annars er allt á haus hérna heima hjá okkur, búið að henda öllu út úr herberginu okkar en nú á að mála, parketleggja og setja nýja fataskápa.  Leigjendurnir komu náttúrulega eins og pantaðir heim frá Póllandi og það fyrsta sem hann Pzremeck gerði var að banka uppá og segja okkur að hann væri í fríi fram á mánudag, hvort hann gæti nokkur hjálpað til Grin.  Strákarnir eru búnir að vera á fullu í allan dag og ég er búin að útrétta og baka vöfflur ofan í mannskapinn á meðan. 

Erum bara nokkuð dugleg að æfa okkur, munar öllu að fá kallinn með sér á æfingar.  Rifjaði upp kynnin við 2 km spretti dauðans á miðvikudaginn, hljóp svo smá rúnt með syni mínum í gær morgun, Gabríel er nefnilega búin að ákveða að vera með í RM (var sko komin með hlaup upp í kok og vildi fyrst ekki vera með), vííí...   Í dag byrjuðum við Þórólfur daginn á því að hlaupa rúma 16 km eftir að við röltum með Lilju í leikskólann. 

Aðlögunin gengur eins og í sögu, Lilja syngur og dansar á leikskólanum eins og heima hjá sér og búin að vefja þessum fóstrum utan um litla fingurinn sinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lilja er náttla bara laangsætust!

Sóla (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband