21.8.2008 | 22:48
Hoppandi glöð
Undanfarna viku hefur bullandi crosstraining verið í gangi á heimilinu. Þeir sem ætla sér að ná hámarksárangri á laugardaginn ættu alls ekki að láta svona. Fyrir okkur er Reykjavíkurmaraþon miklu meiri fjölskyldudagur en keppni og þess vegna megum við láta svona. Ég ætla að skokka hálft, Þórólfur 10 km, við hlaupum svo 3 km með Gabríel og Mömmu (jafnvel Lilju í kerrunni) og svo ætlar Lilja að hlaupa 1 km í Latabæjarhlaupinu.
En alla vega erum við hjónin búin að nota þessa viku til að:
- Rífa niður fataskápana okkar
- Mála svefnherbergið, loft og veggi
- Leggja parket á svefnherbergið
- Halda matarboð
- Leggja parket á eldhúsið
- Mála sökkulinn á eldhúsinnréttingunni
- Mála loftið í okkar herbergi aftur (varð grátt í fyrri umferð)
- Mála ganginn niður í kjallara
- Ná í hluta af fataskápunum okkar og hillur fyrir Gabríel í Ikea
- Skrúfa saman hillurnar hans Gabríels
- Fara 4 sinnum í Húsdýragarðinn
- Fara 3 sinnum í fallturnin og 1 sinni í Krakkafoss (frúin )
- Fara í gegnum öll fötin okkar og flokka í Sorpu
- Undirbúa fyrirlestur
- Baka kanelkringlur (karlinn)
- Fara í nokkrar Sorpuferðir
- Tína rifsber og búa til rifsberjahlaup (loksins eitthvað í sambandi við hlaup!)
Til að fullkomna þetta allt saman (frúin var samt alveg svaka ánægð fyrir) þá mætti hann Ívar á svæðið í gær ásamt fríðu föruneyti og fjarlægði fyrir okkur vegg við þvottahúsinnganginn sem var stórhættulegur. Sannarlega þungu fargi af okkur létt! Þúsund milljón þakkir Ívar, ekki í fyrsta sinn sem þú skiptir sköpum fyrir okkur.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sætir strákar í garðinum hjá þér
Johanna (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.