27.8.2008 | 16:18
Sveitalúðar
Við elskum að komast aðeins í burtu í sveitina. Núna erum við í sumarbústað í Brekkuskógi og njótum lífsins í sólskini og skúraveðri. Ótrúlega gott að hvíla sig og Lilja slær ný met í útsofi dag eftir dag.
Við höldum okkur nú samt alveg við efnið í hlaupunum og tókum til dæmis gæða æfingu í gær. 6 sinnum 1000 m upp og niður hæðóttan og holóttan sumarbústaðarveg í roki. Þar sem það var frekar erfitt að halda einhverjum hraða þá ímyndaði ég mér að þetta myndi skila svona eins og Rocky æfing (þegar hann er að lyfta trjábolum og berja í kindaskrokka).... Vann hann ekki örugglega?
Ég þurfti reyndar að bregða mér í bæinn og er í þessu að undirbúa mig fyrir að halda annan fyrirlestur!!! Það var nefnilega þannig að það var hringt í mig á föstudagsmorgun frá Rotary klúbb Gravarvogs og ég beðin að halda fyrirlestur hjá þeim í kvöld. 'Um hvað?' spurði ég. Bara eitthvað til að peppa mannskapinn upp áður en við höldum inn í veturinn. Ég var ekki einu sinni búin að halda fyrsta fyrirlesturinn minn... og ég sagði bara já.
En svona höfum við það í sveitinni, það var leiðinlegt sjónvarp og við ákváðum að búa til kvöldvöku eins og ég mundi eftir í Kerlingarfjöllum í gamla daga. Herna erum við mæðginin eða feðginin komin í gírinn...
Og svo nokkrar í viðbót...
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hlustaði á fyrsta fyrirlesturinn þinn í Höllinni og þú stóðst þig frábærlega, einlæg og skemmtileg. Þú ert alveg tilvalin í peppfyrirlestur þetta virkar allt svo einfalt og frábært hjá þeir. Áfram Eva.
Silla (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 08:20
Ég missti af fyrirlestrinum vegna stórafmælis á föstudaginn, en ég alltaf að bíða eftir "gleðiorðunum tíu" á síðunni þinni.
Guðrún Helga (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:36
Þú ert pínu scary karlmaður
Ásta (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:04
Maður er enginn aumingi sko, annars fannst mér sonur minn sérstaklega fallegur kvenmaður...
Eva Margrét Einarsdóttir, 30.8.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.