3.9.2008 | 13:42
Hlaupameiðsl...
Það er ekkert grín að eiga hlaupasjúka foreldra! Lilja litla fékk að hristast í bumbunni frá getnaði og hún var bara nokkurra mánaða þegar við fórum að draga hana með okkur í hlaupakeppnir. Hún hefur nú þegar verið skráð í nokkur hlaup (með aðstoðarmönnum) og hefur meira að segja afrekað að 'hlaupa' Flóahlaupið tvisvar, sem er nokkuð gott þegar maður er 19 mánaða. Á eftir mamma, pabbi, Gabríel, afi og amma, lærði hún að segja hlaupa og komaso og þetta notar hún óspart. Það má enginn skokka fram hjá henni án þess að hún byrji að klappa, kalla 'Hlaupa, hlaupa, hlaupa...' og 'Komaso...'.
Lilju finnst alveg hrikalega spennandi að hlaupa og notar hvert tækifæri til að taka sprettinn. Í gær eftir leikskóla þá notaði hún tækifærið meðan ég var að teygja mig í töskuna mína og rauk af stað. 'Hlaupa, hlaupa, hlaupa....' og krasj bang 'Arrrrrrgggghhhhh....'. Lenti beint á litla trýninu sínu og er með kúlu á hausnum, sár undir nebbanum og rispu á kinninni. Hún var fljót að sjúga upp í nefið og jafna sig. Í morgun sá ég við henni, komst ekki lengra en 'Hl...'.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eva þó ????
Fjóla Þorleifsd (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 16:02
Lilja á eftir að ná lágmarkinu í maraþoni fyrir Ólympíuleikana í Chicago árið 2028, vinna þá keppni og slá heimsmet í leiðinni (2:09, klukkutíma á undan mömmu). Erfðir og aðbúð (nature and nurture) alveg að kikka inn á hennar heimili!
Sóla (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:00
Sumir hafa ekki einu sinni val um að verða hlauparar. Frábær frásögn.
Jóhanna (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.