Leita í fréttum mbl.is

Ljósanótt 2008

Viðburðarrík helgi að baki.  Við héldum suður í Keflavík snemma á laugardagsmorgun til þess að taka þátt í Reykjanesmaraþoninu.  Ansi blöktu nú fánarnir vel og ég var fegin að vera bara að fara 10 km en ekki hálft í Suðurnesjarokinu.  Við hittum Þór afa og Jóa frænda fyrir sunnan og þeir ásamt Gabríel pössuðu skvísuna meðan við gömlu hjónin sprikluðum.

Hlaupið var annars bara fínt og samkvæmt plani.  Hljóp á 41:52 án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því, fín tempóæfing og ánægð með stöðuna hjá mér.  Þórólfur hljóp á 39:08 í ár og varð annar í hlaupinu.  Ég held að ég hafi verið 5. í heildina og fyrsta konan.  Það eru vegleg verðlaun í boði fyrir bestu tímana, flottur bikar, gisting á Hótel Keflavík á Deluxe herbergi og gjafakassi frá Casa. 

Borðuðum hádegismat á Primo, flott hlaðborð og bara einn flottasti staður sem ég hef komið á 'i det siste'.  Við röltum svo um bæinn, skoðuðum listaverk og mannlífið eins og tilheyrir á svona dögum.  Um kvöldið bauð tengdapabbi svo í ítalskt hlaðborð á Flughótelinu og syngjandi ítalski sunlaugavörðurinn sá um að krydda þetta með bandinu sínu.  Alveg frábært, matur, drykkur Wink og skemmtun.  Tengdapabbi, höfðinginn sem hann er, var líka búin að útvega okkur gistingu á Flughótel svo það var ekkert stress hjá okkur.  Töltum okkur aftur niður í bæ eftir matinn og horfðum á flugeldasýninguna sem verður bara flottari með hverju árinu, topp endir á topp degi.

Á sunnudagsmorguninn, eftir enn eina átveisluna, rúlluðum við niður á höfn og heilsuðum uppá hana Siggu skessu, en litla prinsessna okkar svaf hana af sér á laugardaginn.  Við klifruðum upp klettana, selfluttum Lilju og gægðumst inn um gluggann á hellinum hennar. 

Brot af því besta...

Ljósanótt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nau nau...vannstu þetta svo bara? Það er full atvinna að vinna í lottói og hlaupum! Hammó!

Sóla (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband