Leita í fréttum mbl.is

MÍ 5000 m kvenna

Meistaramót Íslands í 5000 m á braut á morgun klukkan hálf sjö á Laugardalsvellinum.  Vona að sem flestir mæti.  Ég var með í fyrra og var sú eina sem var með, samt sem áður náði ég besta tímanum mínum, fór í fyrsta skipti undir 20 mínútur.  Á staðnum er starfsfólk sem telur hringina, hvetur mann áfram og tekur tímann.  Það er bara bannað að sleppa svona tækifæri til að ná, í versta falli frábærri tempóæfingu eða pb og í besta falli Íslandsmeistaratitli!

MÍ karla í 10000 m tekur svo við klukkan sjö.  Í fyrra voru bara 5 karlar með, vona að það hysji fleiri upp um sig í ár og láti vaða.  Komaso!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pressa.....!!!!

Sigrún (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Nákvæmlega, búin að skrá þig .

Eva Margrét Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 13:44

3 identicon

Ég mæti!!! Á næsta ári sko :-)

Sóla (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 17:50

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Hrollur...  akkúrat núna langar mig ekkert rosalega...

Eva Margrét Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:26

5 identicon

Hva er ekki bullandi meðvindur ?

Börkur (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:20

6 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Ja alla vega á stöku stað...

Eva Margrét Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:03

7 identicon

Verður ekki allt ólöglegt ef það verða 11m/s eða meira? ætli þeir hætti þá við?

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:04

8 identicon

Hæ Eva - ég ætlaði að keppa en var að fá símtal frá þjálfaranum mínum um að búið væri að fresta þessu. Þetta verður kl.18:30 á mánudagskvöldið ;) Bara svona ef þú hefðir ekki verið látin vita...

Sé þig vonandi spræka þá

Birna Varðardóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband