19.9.2008 | 09:35
Toppurinn á tilverunni
Ætla að brenna gærdaginn á harða diskinn í kollinum mínum og minnast hans þegar ég er orðin eldgömul rúsína.
Sex mánaða uppgjör í vigtun fór á þann veg að við Bibba vorum þær einu sem stóðust mætingaskylduna (maður má bara missa úr eina vigtun til að geta unnið til verðlauna), vorum með 100% mætingu. Náði að vinna þessa lotu á þrautsegjunni því það verður að viðurkennast að Jóhanna, Agga og meira að segja nýjasti meðlimurinn, hún Vala, hafa allar skilað inn betri árangri á þessu tímabili í einstaka vigtun. Vala gerði sér nú lítið fyrir og var með 0 í frávik í sinni fyrstu vigtun, keppnin fer á nýtt stig í næstu lotu, það verður barist til síðasta gramms...
Þær sem gátu, komu á Garðinn í hádeginu og svo mætti allt gengið, vigtunar- og Glennuskvísur í rauðvín og gúmmelaði ala Þórólfur til okkar á Dyngjuveginn. Strákarnir mínir forðuðu sér í bíó á meðan við stelpurnar leystum lífsgáturnar og röðuðum í okkur góðgætinu með tilheyrandi. Þórólfur festi svo herlegheitin (okkur) á filmu í lok kvölds, voilà...
Agga, Vala, Bibba, Ásta, Sóla, Jóhanna, Sigrún og frúin.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ooooo hvað við erum sætar! Gott samt að myndin er ekkert mjög skýr. Takk fyrir rauðvínið og kökurnar og múffurnar! Spáðu samt í hvað þetta eru lélegar konur. Sjö konur kláruðu EINA rauðvínsflösku!
Sóla (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:14
Já össs, en við átum þó þess meira af gúmmulaðinu. Takk fyrir mig ... og á nýju tímabili verður mætt í hverja einustu vigtun, það er ekki hægt að vera að falla svona á mætingu!
Agga, 19.9.2008 kl. 11:48
Lagið okkar :
http://www.youtube.com/watch?v=cgnzNCSlfro
Bibba (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:10
Já, gott að myndin er ekki stærri segi ég nú! Takk fyrir góðar veitingar og gott rauðvín. Djö...skal ég taka KUSKIÐ og rústa henni á næsta tímabili:-) Skál!
Sigrún (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 20:24
Takk fyrir lagið Bibba. Nákvæmlega!
Eva Margrét Einarsdóttir, 19.9.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.