Leita í fréttum mbl.is

Gabríel sigurvegari

Bikarinn

Í dag var stór dagur í lífi sonar okkar.  Uppskeruhátíđ knattspyrnudeildar Ţróttar var haldin međ pompi og pragt á Broadway.  Okkar mađur fékk verlaun fyrir bestu ástundun í 6. flokki, eldra ári, en ţađ eru einu verđlaunin sem veitt eru í yngstu flokkunum.  Viđ erum ađ springa úr stolti enda hefur hann unniđ til ţeirra međ ţví ađ mćta alltaf á ćfingar, hann sér alveg um ţađ sjálfur og er duglegur og góđur ađ hlýđa fyrirmćlum ţjálfara.  Til hamingju flotti strákurinn okkar.

Viđ byrjuđum daginn annars á ađ taka ţátt í Hjartadagshlaupinu.  Gabríel hljóp 3 km međ Breka vini sínum á 13:24 sem er frábćrt hjá ţeim.  Viđ hjónin tókum ţetta hlaup sem hmp (hálf maraţon pace) ćfingu og mitt plan var ađ hlaupa á 4:15 pace.  Lokatími var 43:01 (óstađfest) og annađ sćti í kvennaflokki.  Ţórólfur var á rétt rúmum 40:08.  Brautin var samkvćmt okkar görmum 140 metrum of löng og ţá var ţetta akkúrat 4:14 pace, nákvćm gamla konan... Wink

Annars var gaman ađ fylgjast međ Gunnlaugi í Spörtu, ótrúlegur karlinn enda skáfrćndi okkar og svo var mađur náttúrulega međ hugann í Berlín í dag ţar sem vinir og kunningjar tókust á viđ maraţon og Haile Gebrselassie setti nýtt heimsmet, 2:03:59! 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hamingjuóskir á línuna :-)

Sóla (IP-tala skráđ) 28.9.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk Sóla sćta og til hamingju međ ţinn mann.  Hann var mjög ţokkafullur á síđustu metrunum! 

Eva Margrét Einarsdóttir, 30.9.2008 kl. 09:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband