1.10.2008 | 15:41
Ja, vi rike...
Stórfurðuleg upplifun að vera í miðjum ólgusjónum eða þannig. Það fer ansi mikill tími í fundi á ganginum og almennt spjall um atburði liðinna daga og spár um framhaldið.
Ég persónulega hlaut engan skaða til að tala um, hafði fengið örfáa hluti í Glitni í bónus og í staðinn fyrir að eiga fyrir leikhúsferð og út að borða, þá á ég fyrir bíóferð og poppi, losi ég mig við bréfin núna. Alltaf gaman í bíó og svo eigum við ennþá leikhúsmiða sem við fengum í jólagjöf .
En það er óneitanlega erfitt að horfa uppá samstarfsfólk sem er búið að vinna allan sinn starfsaldur í bankanum, hefur aldrei verið nálægt því að vera á ofurlaunum, eiga stutt í eftirlaun og varasjóðurinn sem það hélt það ætti er horfinn út í buskann.
Hugsa til hennar ömmu minnar, mor-mor, sem samkvæmt skilgreiningum nútímans hefði verið flokkuð langt undir fátæktarmörkum. Hún var trúboði í Afríku, missti tvö ung börn þar, missti manninn sinn þegar mamma mín var 9 ára, var ein með 4 börn og einhverjar smotterís lífeyrisgreiðslur o.s.frv. Ég veit ekki hversu oft ég heyrði hana segja, skælbrosandi: 'Ja, vi rike har det godt!'.
Mor-mor eins og ég man eftir henni. Mamma fremst í flokki á Madagaskar með systkinum sínum, Björn, Evu og Knut. Dúkkurnar fremst standa í staðinn fyrir litlu systurnar tvær sem þau misstu, Liv og Ingrid.
p.s. Vísan frá henni Guðrúnu Hörpu vinkonu minni, sem fór eitthvað illa í athugasemdakerfinu.
- Åtte øyne i hverandre
- fire munner rundt et bord.
- Fire vegger kring en lykke:
- Vesla, Påsan, far og mor.
- Åtte hender hektet sammen
- til en ring om stort og smått.
- Herregud om hele videverden
- hadde det så godt
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá! Falleg hugmynd með dúkkurnar. Líka mjög falleg kona.
Jóhanna (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:54
Ætlaði alltaf að vera búin að senda þér þetta dásamlega ljóð - passar svo vel við mína fjölskyldu og þína, svona skemmtilegar vísitölufjölskyldur, og á einstaklega vel við þessa færslu. Er svo sannarlega í anda mormor:
Åtte øyne i hverandre
fire munner rundt et bord.Fire vegger kring en lykke:Vesla, Påsan, far og mor. Åtte hender hektet sammentil en ring om stort og smått.Herregud – om hele videverden hadde det så godt.(Einar Skjæraasen)Stor klem til alle dere!
Guðrún Harpa (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:46
Og mikið óskaplega kom þetta nú illa út svona í athugasemdakerfinu...
GH (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:48
Mögnuð mynd af systkinahópnum!
Sóla (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.