5.10.2008 | 21:05
Innipúki
Ohhh hvað mér leið eins og innipúka í dag, mmmm... Fór reyndar skylduæfinguna mína, 10 km í bleytu og hálku í morgun og hlustaði á Bloodgroup (iPodinn minn gleymdist í vinnunni) sem var bara ágæt tilbreyting. En ég var voða glöð að komast heim til mín í notalegheit.
Þórólfur og Lilja fóru í sunnudagaskólann og Gabríel var úti að leika þegar ég kom heim, svo ég hafði alveg klukkutíma til að lesa blöðin og fá mér gott kaffi. Lilja sofnaði svo eins og klessa um leið og hún kom heim og við hjónin slökktum á öllum truflitækjum og sváfum líka eins og sveskjur í tvo tíma!
Henti svo í nokkur brauð (sjá sparnaðarráð Aðalritarans) og svo lufsuðumst við bara í kringum hvort annað hérna heima, fjölskyldan. Lilja lús var eitthvað lítil í sér og vildi ekki borða neitt af ráði í kvöldmat, kom í ljós að hún var komin með hita.
Annars var þetta frábær helgi sem hófst á morgunhlaupi með Laugaskokkurum í blíðskaparveðri. Átti góðar viðræður við annan háttsettan bankamann á hlaupunum og er ekki frá því að við höfum leyst fjármálakreppuna eins og hún leggur sig. Um kvöldið fórum við á Riff kvikmyndahátíðina með Öggu/Andra og Sólu/Hirti, skelltum okkur á ungverska spennumynd, The Investigator. Góð mynd og nokkur atriði sem maður á ekki eftir að gleyma í bráð.
Fyrir utan frábæra mynd átti ég stórleik í stóra kreppuleiknum. Við fengum gefins átta miða á hátíðina og komum bara út sex af miðunum. Bauð tvo miða til sölu í andyrinu á Regnboganum meðan við vorum að bíða eftir félögunum. Fyrst kom til mín ungur maður sem leit út eins og hann ætti ekki mikla peninga og hann fékk miðann á 500 kr. Næst kom eldri konan, vel skreytt af glingri og ég sagði henni að hún mætti velja hvort hún borgaði 500 eða 1000. Hún vildi heldur borga mér þúsund kall því eini fimmhundruð kallinn í veskinu hennar hafði sérstaka þýðingu fyrir hana og hún vildi ekki láta hann. Held að hún hafi fundið hann á ögurstund einhverntíma. Alla vega var litli rithöfundurinn sem blundar í mér komin á fleygiferð áður en ég vissi af og ég er ekki frá því að næsta saga verði um eldri vel skreytta konu sem á sér merkilega sögu...
Bíó fyrir sex, popp, kók og nammi og við komum heim með afgang, toppiði það .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Business-snillingur ... en takk kærlega fyrir okkur, þetta var mjög áhugaverð mynd ... ég er ennþá að velta plottinu fyrir mér ...
Agga, 5.10.2008 kl. 21:43
Já, takk takk. Frábær mynd!
Sóla (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.