8.10.2008 | 07:59
Efst í huga...
er að sjálfsögðu að halda áfram með hannyrðahornið! Ég kláraði lopapeysuna hans Þórólfs um daginn og fékk hann til að pósa fyrir mig:
'Mamma, ég er meira spenntur núna en á jólunum!!!' Loks fékk hann sonur okkar afmælisgjöfina sína síðan í júlí. Það var reyndar ekki við okkur að sakast, því það var bara eitt sem kom til greina, síðerma Liverpool treyja. Eftir margra mánaða bið eftir að hún kæmi til sölu í Jóa Útherja, gáfumst við upp og pöntuðum hana á netinu. Við pöntuðum í leiðinni eina fyrir Bjarka vin hans, sem á afmæli bráðum (m+p gefa honum!). Þá var líka hægt að velja leikmann og fá sérstakar merkingar á hana. Viktor, félagi minn úr vinnunni var svo sætur að taka hana með sér frá London og koma henni til okkar.
Nóttina fyrir afhendingu gistu þeir félagar saman hérna hjá okkur og þeir vöknuðu fyrir allar aldir, 'Hvenær kemur hann, hvenær kemur hann...'. Þegar loks var von á Viktori upp úr hádegi stóðu þeir úti í skítakulda og biðu. Í hvert skipti sem bíll nálgaðist eða hægði á sér í götunni, þá hljóp annar hvor þeirra inn og spurði; 'Er hann með gleraugu?' , 'Er hann dökkærður?´'...
Loksins, loksins kom Viktor og glaðari stráka er ekki hægt að finna!
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjöööööög fallegar peysur! Lopapeysan er líka ágæt
Sóla (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:08
Hagsýna húsmóðirin er líka prjóna sér lopapeysu úr afgöngunum af lopanum... Verður í næsta þætti
Eva Margrét Einarsdóttir, 9.10.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.