Leita í fréttum mbl.is

Selfoss

Ég er alveg viss um að heimurinn sé húmoristi. 

Fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum var ég beðin um að halda fyrirlestur hjá Rótarý klúbbnum á Selfossi.  Þetta byrjaði með því að einhver sem var staddur á fyrirlestrinum mínum á vegum RM, var eitthvað að tala um hann á kaffistofunni í vinnunni hjá sér og þar var einhver staddur sem tilheyrði Rótarý klúbb Grafarvogs.  Ég fékk símtal í kjölfarið og var spurð hvort ég væri til í að koma og halda smá fyrirlestur fyrir þau.  'Um hvað?'  Á RM var ég með fókusinn á hlaupin en þetta er bara alls konar fólk.  'Bara eitthvað jákvætt, svona til að peppa upp mannskapinn áður en við höldum inn í haustið'.  Ég sló til og einn af gestunum þar var frá Selfossi og vildi endilega fá mig þangað í kjölfarið, bara eitthvað á svipuðum nótum.

Þannig að ég er sem sagt að fara núna á eftir, á Selfoss að hitta fólk sem ég hef aldrei hitt áður, borða með þeim og halda svo fyrirlestur á jákvæðu nótunum.  Spennandi!

Annars hitti ég eina hérna á göngunum fyrir helgi og brosti eins og venjulega, 'Hva brosir þú bara...'.  Það er alveg á hreinu að þegar ég á ekki fyrir brosi, þá er komin kreppa!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig gekk svo á Selfossi?

Sigrún (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband