16.10.2008 | 10:21
In the twilight zone...
Sem betur fer hef ég nóg fyrir stafni í víddinni milli gamla og nýja vinnustaðarins...
Lilja litla er búin að liggja í flensu alla vikuna. Þórólfur fór með hana á læknavaktina í gær til að athuga hvort hún væri kannski komin með í eyrun, en nei hún er bara lasin og jafnar sig með tíma. Hún er voðalega lítil í sér og vill helst vera í fanginu á manni ALLTAF...
Meðan litli sjúklingurinn sefur þá prjóna ég og nú er ég búin að klára lopapeysu fyrir mig. Ég átti soldinn lopa afgangs eftir peysuna hans Þórólfs og maður má ekki sjá neitt fara til spillis þessa dagana...
Já og svo var það Selfoss. Ég lagði snemma í hann úr vinnunni svo ég gæti tekið því rólega yfir heiðina. Það var leiðindaveður og slydda á leiðinni austur. Ég læddist þetta bara, hlustaði á Gufuna, mjög róandi. Fór beint í sundlaugina, í hlaupagallann og tók tempóæfinguna mína í mígandi rigningu. Ég man bara ekki eftir að hafa hlaupið í svona miklu úrhelli! Eftir hlaup hitti ég Sigmund járnkarl og gat óskað honum til hamingju með sitt afrek, en ég hafði einmitt lesið frásögnina hans á hlaup.is um morguninn. Ég hafði ennþá nógan tíma og lagðist í heita pottinn og slakaði á fyrir kvöldið. Náði meira að segja kaffisopa hjá Elfu vinkonu áður en ég mætti á Hótel Selfoss.
Það sem ég tek með mér frá svona kvöldi er hvað það er mikilvægt að eiga góða félaga. Þarna var hópur manna og kvenna sem hittist, spjallar saman um allt mögulegt, borðar saman góðan mat, fræðist og vinnur í því að láta gott af sér leiða. Fyrirlesturinn tókst vel og þetta verður auðveldara og markvissara með þjálfun (hmmm hljómar kunnuglega). Hafi ég getað skilið eitthvað eftir hjá þeim, þá tók ég jafn mikið með mér. Frábær kvöldstund í frábærum félagsskap.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kysstu krakkana frá mér ástin mín :) kveðja Pabbi í DK.
Þórólfur Ingi Þórsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:52
Rosalega ertu flínk að prjóna. Fallegar peysur hjá þér. Vonandi batnar litlu snúllunni ykkar fljótt. Kv. Guðrún Lauga
Guðrún Lauga Ólafsdóttir, 17.10.2008 kl. 11:04
Lilja er betri í dag, jeiii... Ég er komin með 30 ára reynslu í prjónaskapnum (vá er ég hundrað ára eða hvað...)
Eva Margrét Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 17:54
Pikkolínurnar okkar virðast hafa náð í sama vírusinn. UGD hefur legið alla vikuna með hor og hita en enga eyrnabólgu. Eins gott að mamman er í æfingafríi þessa vikuna. Vona að Liljan fari að hressast svo bíð ég spennt eftir uppskriftinni af brauðinu góða. kv. vala
vala svala (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.