19.10.2008 | 21:48
Tvíþraut í Heiðmörk
Búin að vera á báðum áttum hvort ég ætti að taka þátt í Haust Tvíþrautinni í Heiðmörk. Ég hef alltaf verið með þegar ég hef haft tækifæri en núna var ég meira að hugsa um að spara mig fyrir næstu helgi. Það er ekki einleikið hvað það hefur alltaf verið brjálað veður í bæði vor og haust tvíþrautunum, man ekki eftir þessu öðruvísi en að berjast við hífandi rok, úrhellis rigningu og í versta falli glerhálku á brautinni. Þegar ég vaknaði í blíðunni í morgun var bara ekki annað hægt en að vera með, maður veit ekkert hvað gerist á morgun hvort eð er...
Eftir að hafa áður upplifað skelfinguna við að hljóla á harðakani á svelli þá þorði ég ekki annað en að henda nagladekkjunum undir hjólið. Tengdapabbi kom og passaði krakkana og ég brunaði upp í Heiðmörk.
Brautin er þannig að það eru hlaupnir 3,74 km, hjólaðir 14,5 km og svo hlaupið 3,74 aftur. Bæði hlaupahringurinn og hjólahringurinn er farinn tvisvar í hvert sinn.
Þrautin gekk í alla staði vel, skokkaði þetta létt fyrri hringina. Var ekkert að stressa mig í skiptingunum og hjólaði rólega af stað, lærði af fyrri reynslu. Ég var 6. eftir hlaupið og hélt hreinu fyrri hringinn á hjólinu en á seinni hringnum voru tveir hjólarar sem náðu mér. Ég náði þeim svo aftur á hlaupunum og hélt 6. sætinu af öllum, var fyrst kvenna eða fyrri því það eru bara allra mestu naglarnir sem þora í svona keppni (skammist ykkar stelpur þarna úti sem þorðu ekki/nenntu ekki að mæta!). Hérna eru úrslitin!
Tók saman tímana úr fyrri tvíþrautum sem ég hef tekið þátt í:
Hlaup | T1 | Hjól | T2 | Hlaup | Heildartími | |
Haust 2005 | 00:19:55 | 00:01:17 | 01:06:20 | 00:00:46 | 00:11:31 | 01:39:49 |
Vor 2006 | 00:16:59 | 00:00:27 | 00:46:48 | 00:00:06 | 00:17:44 | 01:22:04 |
Vor 2007 | 00:08:10 | 00:00:38 | 00:19:15 | 00:00:27 | 00:08:52 | 00:37:22 |
Haust 2008 | 00:16:28 | 00:41:08 | 00:16:48 | 01:14:24 |
Árið 2005 var brautin aðeins öðruvísi, hlaupið 4,5 km, hjólað 17,5 km og hlaupið 2,5 km. Vorið 2007 tók ég bara hálfa þraut, enda nýborin... Í þetta sinn var ekki haldið utan um skiptitímann, hann er inní hjól og hlaupatíma.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsó, til hammó.
Ásta (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.