23.10.2008 | 13:22
Brauðraunir
Það fór illa fyrir gömlu hagsýnu bakarakonunni í vikunni. Á mánudaginn bakaði ég eins og venjulega tvö All Bran brauð. Það var eitthvað voða mikið að gerast hjá okkur á sama tíma, krakkarnir á fullu og gestir og þegar ég tek brauðin út úr ofninum, ilmandi og fín tek ég eftir því að þau eru eitthvað aðeins öðruvísi en venjulega. Læt þau kólna og svo þegar ég ætla að skera þau í tvennt, þá kemur í ljós að þau eru ekkert bökuð nema rétt að utan...
Ég hélt nú helst að ég hefði bara verið svo utan við mig að ég hefði óvart tekið þau út eftir hálftíma en ekki einn og hálfan tíma. Taka tvö á þriðjudaginn og passaði uppá allar stillingar og tímann. Nákvæmlega sama sagan aftur!!! Fallega bökuð að utan, drulluklessa að inna og brauð númer 3 0g 4 í ruslið.
Ofninn er sem sagt búin að gefa sig á öllum kreppubakstrinum. Sem betur fer er hann ennþá í ábyrgð og ég á von á viðgerðarmanni í fyrramálið. Þangað til verður bara vatn, ekkert brauð, verð orðin hel köttuð á laugardaginn... .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.