24.10.2008 | 11:29
Vinningar vikunnar
Í þessari viku gerðist margt gott, t.d.:
- Ég fékk vinnu í Nýja Glitni, fæ nýja tölvu og nýjan skjá heim (já, já, tövufólkið átti ekki tölvu heima hjá sér)
- Við unnum 5000 krónur í Happadrætti Háskólans
- Fékk tvo frímiða á Reykjavík Rotterdam
- Í kvöld förum við á Fló á skinni, fengum miðana í jólagjöf í fyrra og pössun fylgdi með!
- Notaði inneign í Álafossbúðinni (vinningur úr Áfosshlaupinu) til að kaupa garn í geggjaða peysu sem ég hlakka til að fara að prjóna
- Fórum með fullt af flöskum/dósum sem við fáum úr vinnunni/fjölsk og nágrönnum í Sorpu . Sorpusjóðurinn er að nálgast 15.000,- (nýir skvísuskór???)
- Fékk vinkonur mínar úr Nobex í kaffi í eftir vinnu, hef ekki séð þær allt of lengi og önnur þeirra var með sprelllifandi gleðifréttir, víííí...
- Fékk mömmu mína í litun og plokkun sem þýðir nátturulega bara gæðastund og knús
- Pabbi bauð mér á kaffihús í gær, tvöfaldur Kaffi Latte og Moonstykki, mmmmm. Fékk svo nesti með heim handa fólkinu mínu!
- Unnum stóra vinninginn í Lottóinu (æ ruglaðist, það er á morgun)
Góða helgi!
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oooo...ég elska þig Eva! Við verðum að fara að hittast! Hey já...maraþonmyndin er komin til landsins en er enn föst í tollinum (held að þeir ætli að horfa á hana um helgina) en ég er að reyna að koma henni heim, rétt eins og handritunum. Það þýðir popp og kók hjá Jólrúnu á næstunni!
Zola Budd (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 16:53
Segi eins og Zóla - elskaðig.......! Getur þú skoppað yfir með dass af þessari jákvæðni og gleði þinni? Hnífurinn er komin á loft - en við bíðum eftir símtali sem á að berast um helgina. Gangi þér annars geðveikt vel á morgun. Verð þarna einhversstðar á vappi og lofa að trufla ekki mikið!
Sigrún (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:34
Hjartanlega til hamingju með hlaupið í dag, bæði tvö. Fínt að þið skylduð vinna tösku undir alla bikarana :)
... og takk fyrir brosið :)
Bibba (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 18:56
Takk elsku vinkonur, það er sko sannarlega gagnkvæmt!
Eva Margrét Einarsdóttir, 26.10.2008 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.