Leita í fréttum mbl.is

Okkar dagur

Tókum þátt í hálfmaraþoni/paraþoni í Haustmaraþoninu í dag.  Þetta var sannarlega okkar dagur, Þórólfur varð þriðji á 1:26 og ég var fyrst kvenna á 1:31.  Saman unnum við Paraþonið en við stefndum að sjálfsögðu leynt og ljóst að því. 

Fyrir utan fjóra bikara í hús, fengum við hjónin stitt hvora töskuna í úrdráttarverðlaun og síðast en ekki síst að njóta dagsins með skemmtilegasta fólki í heimi, öðrum hlaupurum.  Stundum trúi ég eiginlega ekki hvað við erum ótrúlega rík, en á dögum sem þessum þá er ekki þverfótað fyrir merkjum um það.  'Áfram Eva', 'Flott hjá ykkur' og ég tala nú ekki um öll brosin og knúsin sem við fengum í dag, ómetanlegt.

Afi Þór stóð vaktina með hana Lilju á meðan við hlupum og það var æðislegt að fá litla krúttið okkar í fangið í markinu.  Stóri strákurinn okkar var fjarri góðu gamni í sumó með vini sínum, heyrði í honum áðan og það er: 'Geðveikt gaman'.  Til þess að fullkomna hlaupaþema dagsins horfðum við gömlu hjónin á - Run fat boy, run - hérna rétt áðan.  Enn einn góður dagur í safnið, erum orðin frekar framlág, over and out. 

IMG00282

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið hjónin eruð öðrum pörum, öðrum hlaupurum og öðru fólki svo ótrúlega góð fyrirmynd.  Ég er svo stolt af því að þekkja ykkur. 

Innilega til hamingju.

Ásta (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:48

2 identicon

Hvernig ferðu að þessu Eva?  Ekki nóg með að þú vinnur hvert hlaupið á fætur öðru þá ertu líka að vinna úrdráttarverðlaun og næstum hvert einasta rauðvínslottó!!  Amazing alveg hreint, til lukku með árangurinn og ég segi bara: minn tími mun koma (þe í rauðvínslottóinu ;o)

Nanna panna

Nanna (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

til hamingju bæði með flott hlaup, þið voruð ekkert smá létt á fæti.  Frábær árangur í þessari færð og kulda.  Ég ákvað að taka skíðaferð fram yfir að taka á mót ykkur í markinu.  kv. vala

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 26.10.2008 kl. 12:42

4 identicon

Frábært hjá ykkur!!! Ég hefði reyndar orðið mjög hissa ef þið hefðuð ekki unnið paraþonið...og nokkur útdráttarverðlaun!

Sóla (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:45

5 Smámynd: Agga

Glæsilegt hjá ykkur, til hamingju með flotta tíma og sigurinn. Við öfunduðum ykkur ekkert rosalega mikið þarna úti við Ægissíðuna í gjólunni, við snérum við á okkar skemmtiskokki um leið og vindurinn kom í fangið og ákváðum bara að standa okkur þeim mun betur í söngnum ;)

Agga, 27.10.2008 kl. 08:00

6 identicon

Til hamingju bæði

Guðrún Lauga (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:01

7 identicon

Til hamingju með árangurinn lukkulegu hjón.

Bogga (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:21

8 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Með svona stuðning getur maður ekki annað er staðið sig og alla vega gert sitt besta, takk fyrir okkur!  

Eva Margrét Einarsdóttir, 27.10.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband