Leita í fréttum mbl.is

Vigtun og annað skemmtilegt

Einn dag í mánuði borða ég engan morgunmat af því að ég er ennþá svo södd...  Vigtunardagur í gær og þá er gaman.  Prógramm frá hálf sjö um morguninn, til hálf tólf um kvöldið, algjör snilld.  Í gær var vigunin líka söguleg, 5 skvísur mættu og mestu frávik voru 800 grömm sem mér finnst alveg magnað. 

Fyrir mig persónulega var þetta líka sérstaklega góð vigtun, 0 í frávik en það hefur ekki gerst lengi, eiginlega ekki frá því að ég fór að æfa á fullu fyrir maraþonið í vor.  Þá þyngdist ég um 1-2 kíló en ég hef sennilega bara þurft á því að halda í langhlaupunum.  Núna er ég farin að hlaupa styttra og hraðar, þarf ekki eins mikinn forða og þá kvöddu þau aftur.  Dagurinn í hnotskurn, hnetuvínarbrauð í morgunmat, dýrindis grænmetismáltíð og kaka 'Á grænni grein' í hádeginu og svo veisla hjá Öggu um kvöldið með öllum Vigtunar-/Glennunum.  Dásemd!

Þessi vika hefur verið sérstaklega gjöful.  Ég fór til vina minna í Asics og þeir leystu mig út með æfingatösku, eyrnabandi og tvennum nýjum skóm til að nota í vetrarfærðinni.  Annars vegar voru það Asics Gel Artic skór sem eru negldir!  Þvílíkir snilldar skór í hálkunni og svo er hægt að taka gaddana úr ef maður þarf ekki á þeim að halda.  Hitt parið var Asics Gel Trail Sensor - Gore Tex skór sem eru fullkomnir í slabbið.   

8521-513240-d       

     thumbnail.php?f=upload%2Fproducts%2F1001%2F5%2F2545

Fórum að sjá Reykjavík-Rotterdam í vikunni, frábær mynd og að mínu mati besta íslenska bíómyndin, BRAVÓ! 

Góða helgi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, svaka veisla hjá Öggu pöggu! Mig langar í þessa negldu skó, jafnvel þó ég sé ekki að hlaupa...eins og er. Dómur þinn um Reykjavík-Rotterdam verður til þess að ég mun bjóða kallinum mínum í bíó einn daginn.

Sóla (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já hlakka til að heyra hvað þér finnst.

Eva Margrét Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband