19.11.2008 | 21:03
Níu mánuðir - 3. hluti
Ég var búin að velta því vel fyrir mér hvernig ég ætti svo að útfæra plottið (hafði nógan tíma...). Ég ákvað að lengja ferðina aðeins í annan endann með platóvissuferð, bara svona til að rugla manninn aðeins meira í ríminu. Ég hafði unnið nótt á Hótel Keflavík í Reykjanesmaraþoninu og pantaði fyrir okkur, nóttina fyrir brottför. Miðvikudaginn 12. nóvember byrjaði gamanið. Ég mælti mér mót við Þórólf eftir vinnu heima hjá tengdó, bað hann um að vera skikkanlegan til fara og í góðum skóm.
Ég læddist heim í fyrra fallinu, pakkaði niður fyrir okkur í tvennu lagi, annars vegar fyrir Keflavík og hins vegar fyrir NY. Faldi stóru töskuna aftur í skotti og setti farangurshlífina yfir. Fyrsta vísbending - Hótel Keflavík. Á þessum tímapunkti lét ég manninn vita að við værum líka í fríi daginn eftir. Þegar við komum suðureftir var búið að 'upgrade'-a okkur í Brúðarsvítuna, passaði svona líka vel. Næsta vísbending - Glóðin og út að borða. Þegar þangað var komið var sjónvarpið á fullu og við vorum ekki í stuði fyrir kreppufréttir, stungum af á Duus og fengum ljómandi fínan mat þar. Þriðja vísbending - James Bond. Á hótelinu, eftir bíóferðina, fékk hann fjórðu vísbendinguna - Freyðivín. Frúin var búin að læða flösku í kælinn og við skáluðum fyrir árunum 5.
Ég var búin að semja um að fá herbergið til klukkan 2 daginn eftir svo við gátum sofið út, farið í morgunmat í rólegheitunum og svo skelltum við okkur aðeins í ræktina á eftir. Klukkan að verða tvö, karlinn alsæll með kelluna og óvissuferðina. Ég var samt búin að læða því að honum að þetta væri nú ekki alveg búið, ég væri búin að plana smá 'happening' seinna um daginn. Hann var, held ég, helst á því að við værum að fara í motorcross eða eitthvað álíka, enda notaði ég hvert tækifæri til að afvegaleiða hann.
Á þessum tímapunki var ég að því komin að missa mig úr spenningi...
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá en æðislegt! þú ert alveg ótrúleg
Hlakka til 4. hluta.
Helen Garðarsdóttir, 20.11.2008 kl. 09:56
Þetta er ekkert smá flott hjá þér og ekkert smá spennandi
Bogga (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 11:49
Je minn eini. Þvílíkt snilldarplan. Þú ert ótrúleg.
Alma María (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.