Leita í fréttum mbl.is

Bara eitthvað...

Það er engin tilviljun að ég starfa við það sem ég geri.  Á útlensku heitir starfið mitt Business Analyst og ég vinn við að gera þarfagreiningar og kröfulýsingar meðal annars. 

Þegar að einhver segir mér að eitthvað sé ónýtt, ómögulegt, bilað og ég gerði ekki neitt...  Þá spyr ég: 'Hvernig?', 'Hvenær?', 'Sýndu mér', 'Hvernig myndirðu vilja hafa þetta öðruvísi?', 'Finnst öllum sem koma að málinu það?', o.s.frv.   Og ég hætti ekki fyrr en ég fæ svör.  Í rauninni er starfið mitt fólgið í því að finna lausnir (eins og lífið mitt Grin ), get verið mjög anal sem sagt.

Þess vegna á ég alveg hrikalega erfitt að kyngja því þegar fólk segist tala fyrir þjóðina (sannaðu það), að það vilji breytingar (hvaða breytingar?), að það vilji ríkistjórnina burt (hvað viltu í staðinn?), bara eitthvað annað (villa, villa, villa, gengur ekki upp....), bara einhverja sem hafa vit á peningum, einhverja hagfræðinga... (eru þeir í framboði?),  bara eitthvað annað!!! (fjólublá í framan af meðfylgjandi temper tantrum!!!).

Ég umber 'af því bara' og 'bara eitthvað annað' frá börnunum mínum fram að ákveðnum aldri, ekki fullorðnu fólki sem vill láta taka mark á sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég verulega sammál þér. Það er verulega pirrandi að þurfa að hlusta á svona raus og tuð um einhverjar breytingar, afþví bara..... Mér var kennt að hugsa í lausnum, ekki að tala um einhver vandamál, heldur hvað ég geti gert betur, og hvernig ég sjái hlutina verða. Koma með lausnir á málum! Lausnir ekki tuð...

Geiri (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:37

2 identicon

heyr heyr Eva

vala (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:58

3 identicon

Oft hef ég verið þér sammála kæra vinkona en aldrei eins og núna.  Alveg eins og talað úr mínum munni!  Þótt ég sé ekki alveg búin að fyrirgefa þér kúkabrandarann

Ásta (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 23:35

4 identicon

Vel mælt Eva!! Og með Ástu: Engar áhyggjur, hún fyrirgefur alltaf að lokum. Á dánarbeðinu held ég....vona ég....mín vegna.

Sóla (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 10:04

5 identicon

Algjörlega sammála Eva.

Börkur (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:58

6 identicon

Vá, hvað ég er sammála þessu.

Heiða (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband