Leita í fréttum mbl.is

Bestu vinir

Það tekur á að vera með tvöfaldan 'career'...  Lagðist í rúmið á þriðjudaginn með vægt felnsuafbrigði (var búin að fara í flensusprautu!) og lá fram á föstudag.  Þá beið haugur af vinnu eftir mér, ekkert svona byrja rólega.  Verð samt að hrósa nýju skemmtinefndinni okkar.  Í vikunni voru þau búin að skreyta allt hátt og lágt og í andyrinu tók á móti manni hurð með risastórri jólaslaufu og jólaljós út um allt.  Ekki nóg með það, þau voru búin að útbúa lítið kaffihús í elhúsinu hjá okkur.  Jóladúkur á borðinu, nýir púðar í sófanum, kósí lampi og hilla undir blöðin.

Er komin í þrusu jólaskap.  Jólaföndur á leikskólanum hjá Lilju á fimmtudaginn, jólahlaðborð hjá ÁÓ á föstudaginn, jóla skokk með Laugaskokki í gær og aðventu matarboð hjá Kalla og Röggur í kvöld.  Útijólaserían komin á sinn stað og jólastjörnur í gluggana.  Tengdapbbi var að ná í krakkana til að fara með þau á Þjóðminjasafnið að hitta Grýlu og Leppalúða, við nýtum tækifærið á meðan og förum í jólagjafaleiðangur.

Að lokum, ein af litlu englunum okkar sem eru ALLTAF svona við morgunverðarborðið Whistling

2008 Bestu vin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo þroskandi að fá að alast upp með öðrum

Jóhanna (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 19:24

2 identicon

Aaaa...mússímússíkrakkakrúttibollur...Hey, ég er líka komin í jólaskap!!

Sóla (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband