12.12.2008 | 13:24
Powerade í stormi
Hafði lítið gaman að þessu, mjög lítið!
Hjakkaði þetta á eins 'þægilegu' pace og hægt var. Hélt dauðahaldi í Pétur Ísleifs upp að efri brú, veit ekki hvar ég hefði endað annars, sennilega inná bás einhvers staðar.
Hugsaði í fyrsta skipti um að hætta í keppnishlaupi. Fauk hins vegar á þvílíkum hraða niður dalinn að ég átti svo sem engra kosta völ. Var í samfloti við nokkra stóra og stæðilega karlmenn á tímabili, þegar rokið var í fangið hjökkuðust þeir fram úr mér, en þegar rokið var í bakið fauk ég eins og pappíssnifsi fram úr þeim aftur, mjög fyndið. Rafstöðvarbrekkan var algjört horror. Síðasta kílómeterinn var ég farin að blóta upphátt í kapp við hlaupafélaga minn.
Þurfti að fá hjálp til að ná miðanum úr vasanum í markinu og gat ekki stoppað Garminn fyrr en ég komst inn, þá sagði hann 51:32 en reikna með að tíminn hafi verið ca. 49.
Var nánast blind (smá ýkjur) eftir allt haglélið í augun og þegar ég kom upp í laug var ég góða stund að ná fókus á ný. Eins og atriði úr hryllingsmynd að virða fyrir sér hríðskjálfandi, fjólubláa, berrassaða kroppa í hlandvolgum sturtunum. Meira að segja potturinn sem aldrei klikkar á eftir var glataður, var með gæsahúð í vatninu og haglél í eyrunum.
Fór ekki að birta yfir gömlu konunni aftur fyrr en hún var komin í stóru, hlýju kósípeysuna sína og ullarsokkana, með rauðvínstár í glænýju Ittala glasi heima í stofu (þar sem hún hefði betur verið!)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð, hvað þetta hefur verið gaman! Ég fékk bara rigningu og mótvind í þessari viku . Kveðja úr Vesturbæjarhópnum
Flosi Kristjánsson, 12.12.2008 kl. 13:28
Jæks... að lesa þessa lýsingu, þá er ég mjög sátt við að hafa haldið mig heimavið
Sigrún (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:29
Woah!! Þú ert algjör hetja að hafa "druslast" þetta á 49 mínútum (góður tími fyrir marga í logni). En ég get rétt ímyndað mér að þetta hafi verið ógeðslega kalt því það var komin slydda í rigninguna/storminn/fárviðrið...eða hvað maður á að kalla þetta.
Sóla (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:08
Djöfulsins harka, ég þyrfti að fá soldinn skammt af henni hjá þér.
Arnar Freyr Björnsson, 12.12.2008 kl. 14:37
Takk fyrir kveðjuna, Flosi. Arnar, þú átt sko yfirdrifið af hörku sjálfur, það veit ég allt um, þarft bara að sleppa henni lausri :).
Eva Margrét Einarsdóttir, 13.12.2008 kl. 09:00
Töff hjá þér. Hefði alveg viljað vera með það er svo gaman eftir á :) Kúl tími í storminum
hvala (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.