Leita í fréttum mbl.is

Jólatónleikar

Lilja litla náði sér í enn eina pestina í gær, var send heim úr leikskólanum með hita.  Af 18 börnum þá voru 10 kríli orðin veik.  Hún er hundlasin, liggur bara eins og klessa, helst í fanginu á manni.

Við fengum tengdapabba til að passa fyrir okkur í morgun og lögðum grunn að góðum degi með Laugaskokkurum.   Eftir hádegi fórum við svo á Jólatónleika Sinfóníunnar og það er bara toppurinn að komast á þessa tónleika fyrir jólin.  Það var kannski ekkert verra að Lilja þurfti að vera heima, er alveg í það yngsta og við gátum notið þess að slaka á og skemmta okkur með Gabríel og fylgdumst með nokkrum mömmum á fleygiferð um salinn á eftir minnstu krílunum...

IMG 0479

Hérna eru svo nokkrar svipmyndir af jólaballinu hjá Glitni sem var haldið um daginn. Ekki leiðinlegt hjá krílunum okkar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamleg mynd af litla skottinu! Sjáumst við ekki á Þorláksbjarnamessu?

Guðrún Harpa (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Ekki spurning!

Eva Margrét Einarsdóttir, 22.12.2008 kl. 07:40

3 identicon

Hún er nú meira skottið , algjört krútt.

Hafdís (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband