Leita í fréttum mbl.is

Jól 2008

Jólakort2008

Enn eitt gott og viđburđarríkt ár ađ baki hjá okkur á Dyngjuveginum.

Gabríel er glađur og duglegur strákur, stendur sig vel í skólanum og á fullt af góđum vinum.  Ţađ er nú samt fótboltinn sem á hug hans allan, hann mćtir á allar ćfingar međ Ţrótti og ţess á milli er hann í boltanum međ félögunum.  Hann uppskar líka eins og hann sáđi, fékk viđurkenningu fyrir bestu ástundun á uppskeruhátíđ Ţróttar í haust. 

Lilja er byrjuđ á leikskólanum Hlíđarenda og er alsćl ţar.  Hún er ađ sjálfsögđu búin ađ vefja öllum starfsmönnunum utan um litlu fingurna sína en glađlyndara barn er erfitt ađ finna.  Hún brosir og syngur allan daginn, ekki ţađ ađ hún sé skaplaus ţví hún getur alveg látiđ í sér heyra ef henni mislíkar eitthvađ.  Okkur foreldrunum til mikillar gleđi er hún líka hćtt ađ vakna upp úr 5 á morgnana og sefur núna eins og sveskja ţangađ til heimilisfólkiđ fer á fćtur, dćs...

Ţetta hefur veriđ stórt hlaupaár hjá okkur hjónum.  Tókum Kaupmannahafnarmaraţoniđ í nefiđ á afmćlisdaginn minn, frábćr upplifun sem viđ munum aldrei gleyma.   Frúin fór svo í framhaldinu í stífar ćfingar fyrir Laugavegs hlaupiđ og náđi ađ landa sigrinum á síđustu bensíndropunum, ógleymanlegt. 

Stelpurnar á heimilinu skelltu sér í stutta ferđ til Norge í sumar á međan strákarnir fóru á fótboltamótiđ í Eyjum.  Frúin notađi svo megniđ af árinu til ađ skipuleggja óvissuferđ fyrir húsbóndann í tilefni 5 ára brúđkaupsafmćlisins núna í nóvember.  Steinhélt kjafti og stakk undan mjólkurpeningum í níu mánuđi og plottiđ tókst fullkomlega, 3 tímum fyrir brottför til New York leysti hún loks frá skjóđunni.  Chinatown, Empire State, keppnishlaup í Central Park og  ţyrluflug var međal ţess sem bođiđ var uppá.

Viđ horfum björtum augum á framtíđina, fullviss um ađ nćsta ár verđi gćfuríkt.

Gleđileg jól og farsćlt komandi ár!

Kveđja, Ţórólfur, Eva, Gabríel og Lilja.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleđilega hátíđ!

Sóla (IP-tala skráđ) 25.12.2008 kl. 23:46

2 identicon

Hafiđ ţađ gott um jólin, tökum vel á ţví á nýju ári.

Verđ vćntanlega fjarri um ţessi áramót og kemst ţví ekki á nánast árlega sprengingar á hćđinni viđ Áskirkju og helling af konfekti hjá ykkur á eftir ;) 

Börkur (IP-tala skráđ) 26.12.2008 kl. 22:59

3 identicon

Gleđilega

Jóhanna (IP-tala skráđ) 26.12.2008 kl. 23:26

4 identicon

Gleđilega jólarest og farsćlt nýtt ár. Ţađ er svo hressandi ađ ţekkja svona hamingjusamt og glatt fólk eins og ykkur, svo stel ég líka smá orku ţegar ég hitti ykkur.

Jóhanna (IP-tala skráđ) 26.12.2008 kl. 23:28

5 identicon

Gleđileg jól kćru vinir

Bibba (IP-tala skráđ) 27.12.2008 kl. 19:32

6 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk fyrir.  Hlakka til ađ eiga góđar stundir međ ykkur öllum

Eva Margrét Einarsdóttir, 28.12.2008 kl. 09:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband