22.1.2009 | 09:38
Sé til lands
Eftir óvenju miklar annir í vinnu og deadline ofan á deadline í verkefnum er stund milli stríða. Í rauninni þá hef ég mikið og nánast allt um það að segja hversu mikið álag er í vinnunni en stundum dettur maður bara í einhvern gír, tekur allt of mikið að sér og verður síðan hálf frústreraður út í aðra fyrir að ætlast til of mikils af manni. Sem betur fer þá rofar nú oftast til í kollinum á manni, oft á hlaupum, og maður áttar sig á því að það er á eigin ábyrgð að segja stopp.
Stundum segir einhver annar nákvæmlega það sem maður er að hugsa en hefur ekki komið orðum að eins og í þessu tilfelli. Vil samt taka það fram að það samræmist ekki mínum persónulegu lífsskoðunum að nota orku í að mótmæla. Saga af Móður Theresu getur skýrt það frekar. Hún sagði einhvern tíma eitthvað á þessa leið: 'Ef þú biður mig um að taka þátt í að mótmæla stríði þá mun ég neita en bjóðirðu mér að ganga með friði þá mun ég gera það'. Ég trúi því einlægt að til þess að ná árangri þarf fókusinn að flytjast frá því sem er neikvætt og við viljum ekki yfir á það sem er jákvætt og við sannarlega viljum.
Og stundum les maður eitthvað nýtt sem hittir einhvern veginn alveg í mark og lætur mann brosa þegar maður hugsar um það.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jesús minn. Þú ert þá sökusólgurinn. Ég skildi ekkert í fjölda heimsókna á leynibloggið mitt. Takk fyrir notalega og mikilvæga stund í gær. Mér finnst ég vera orðin mikilvæg, þó ég verði aldrei notaleg :) kv. vala svala
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 22.1.2009 kl. 17:09
Vala, þú er bæði mikilvæg og notaleg, meira að segja sérstaklega notaleg!
Eva Margrét Einarsdóttir, 22.1.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.