Leita í fréttum mbl.is

Hrokkið í gírinn, Laugavegurinn fyrir byrjendur..

Það eru 10 manns í vinnunni hjá mér sem ætla að hlaupa Laugaveginn í ár.  Við erum búin að skrá okkur í lið og þegar ég kíkti á hlaupatölurnar eftir fyrstu vikuna þá varð mér aðeins um og ó...  Sendi í kjölfarið póst til vinnufélagana og viðbrögðin létu ekki á sér standa (gamla konan með svipuna).  Vil taka það fram að ég átti engan þátt í að hvetja fólk til að skrá sig en er boðin og búin að gefa góð ráð til þeirra sem vilja þiggja þau.  En hér kemur bréfið sem fékk Lynghálsinn til að skjálfa á beinunum...

Til hamingju með að vera búin að skrá ykkur í Laugavegs Ultra Maraþon 2009 

Langaði bara að koma með smá ráðleggingar til ykkar sem eru að fara Laugaveginn í fyrsta sinn.  Ég er fullviss um að þið eigið eftir að klára þetta með sóma, þ.e. ef þið undirbúið ykkur eins og þarf.   Því miður (eða sem betur fer) er ekki hægt að nota aðferðina ég redda þessu nóttina fyrir próf í þessu tilfelli. 

.

Ég myndi segja að manneskja í góðu formi gæti mjög líklega klárað 10 km hlaup eða jafnvel hálft maraþon án þess að undirbúa sig sérstaklega en að sama skapi get ég eiginlega lofað því að það er ekki hægt að klára Laugaveginn innan tímamarka án undirbúnings. 

. 

Til þess að geta komist í gegnum 12 vikna Laugavegsþjálfun sem byrjar í apríl (og inniheldur nokkrar 30 km æfingar J ) er nauðsynlegt að vera komin með ákveðin grunn í hlaupunum, annað er ávísun á meiðsli.

.

Ég setti upp í smá töflu með þeim km fjölda sem ég tel að sé algjört lágmark, ekki til að rústa Laugaveginum og setja met, heldur til þess að standast tímamörk í Emstrum.

.

Ég myndi hlaupa alla vega 4 sinnum í viku (frá og með þessari viku) og þegar á líður lengja þá eina æfinguna, td. á laugardögum.   Frá viku 12 myndi ég vilja hafa löngu æfinguna alla vega 15 km.  N.b. ég er að tala um lágmörk að mínu mati hér.

. 

Vika

Km
520
622
725
828
930
1033
1135
1240
1342
1445
1545

Ef ég væri að kljást við einhver meiðsli og gæti ekki byrjað strax þá myndi ég hjóla klukkutíma í senn, 4 sinnum í viku á meðan. 

Að klára Laugavegs Ultra maraþonið er stórkostleg upplifun sem þið eigið aldrei eftir að gleyma! Að renna á rassgatið með þetta allt saman og ná ekki að standast tímamörk vegna þess að undirbúningnum er ábótavant er örugglega glötuð reynsla sem þið eigið heldur aldrei eftir að gleyma.... 

Ef það er eitthvað sem ég get aðstoðað ykkur með eða ef þið hafið einhverjar spurningar þá er bara að láta vaða. 

Kv. Eva

  • Laugavegurinn 2003 - 7:42
  • Laugavegurinn 2005 - 6:55
  • Laugavegurinn 2008 -  5:42

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært. Maður verður nú bara öfundsjúkur að vinna ekki á þínum vinnustað og fá svona flottar leiðbeiningar. Þjálfari alltaf við hliðina   Gangi ykkur vel.

Corinna (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:35

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Við eigum örugglega eftir að kynnast.  Þú þarft eiginlega að setja mynd af þér í Hlaupadagbókina svo ég þekki þig í sjón!

Eva Margrét Einarsdóttir, 28.1.2009 kl. 10:50

3 identicon

Góð

Fjóla Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:41

4 identicon

Grúví...... 

Sigrún (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:37

5 identicon

Segi það sama og Corinna. Ekkert smá flott að hafa svona þjálfara sér við hlið. Ég er sannfærð um að eftir þetta skjálftabréf að þau eru öll eftir að klára Laugaveginn með sóma.

Alma María (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 17:21

6 identicon

Af hverju fórstu ekki í kennslu, krakki?

Sóla (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 20:27

7 identicon

Já eins gott að fólkið fari að æfa. "Alvöru hlauparar" fara ekki óundirbúnir í svona aðgerð:)  Þú sendir okkur nú smá pepp líka er það ekki. 

hvala svala (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:23

8 identicon

Ég er hér með búin að taka mér þetta til fyrirmyndar.  Er komin með 20 km þessa vikuna.  Mega ekki allir vera með í prógramminu ? KOMA

Elfa (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:03

9 identicon

...SVO...

Elfa (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband