12.2.2009 | 09:53
Betri ilmur, stærri ilmur.
Vigtun í morgun sem þýðir að akkúrat núna er ótrúlega ljúffengt hnetuvínarbrauð í mallakútnum og einhver girnileg súkkulaðikaka á leiðinni þangað í hádeginu. Í fyrsta sinn frá því að við hófum þetta ferðalag saman í denn, ég og hún Bibba mín, þá sveikst hún vinkona mín viljandi undan með lítilli og lélegri afsökun. Svo bregðast krosstré...
En sem betur fer komu milliliðar og nýliðar sterkir inn í mætingu og björguðu deginum. Vala rústaði þessu með 0 í frávik! Gamla konan var með 500 gr. í frávik í þetta sinn þrátt fyrir að vera bara rétt með nebbann uppúr í pottinum, allt kom fyrir ekki. Minnir að ég hafi nú samt verið með 600 gr. síðast þannig að maður getur glaðst yfir því.
Ég fékk alveg æðislegt ilmvatn í afmælisgjöf frá elskunni minni síðasta vor og þegar það kláraðist og ég ætlaði að kaupa annað glas, þá kom í ljós að þetta var svokölluð 'One shot' sumarútgáfa sem var uppseld og verður ekki framleidd aftur. Sniff... Síðan þá hef ég verið að klára restar sem ég á en er alltaf með það bak við eyrað að reyna að finna mér eitthvað æðislegt ilmvatn. Í morgun þegar ég var að renna yfir Fréttablaðið þá snarstoppuðu augun við auglýsingu í smáauglýsingadálkunum.
Betri ilmur, stærri ilmur
Þegar ég fór að skoða auglýsinguna betur þá sé ég að ég hafði óvart víxlað fyrstu tveimur stöfunum í seinna orðinu í huganum .
Meginflokkur: Vigtun | Aukaflokkur: Fyndið | Breytt 24.9.2009 kl. 13:50 | Facebook
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er svo gaman að vinna...saman hvað það er:)
kv. kuskið, sem er að hverfa.
Heyrðu ég er í sama limvatnsvandamálinu, þú kannski getur valið óðan ilm fyrir mig líka.
vala (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 16:30
Fair enough :)
Bibba (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:02
Takk fyrir síðast gamla geit. Hefurðu eitthvað heyrt í honum stóra bróður þínum...varðandi Hönnu fúlu hásin?
Sóla (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.