16.2.2009 | 14:26
Að vanda valið
Á laugardaginn þegar ég var að skokka með manninum mínum við Ægissíðuna sagði ég upphátt í fyrsta sinn það sem hafði verið að gerjast í kollinum á mér í einhverja daga.
'Þórólfur, ég held að ég ætli kannski ekki að hlaupa Laugaveginn í ár'.
Það var komin tími á að skipuleggja fyrir alvöru æfingarnar fyrir Laugaveginn og allt í einu rann upp fyrir mér að nú væri komið að því að stimpla sig út úr fjölskyldunni næstu mánuðina og það var bara ekki nógu spennandi tilhugsun.
Fyrir nokkrum árum tók ég þá ákvörðun að hlaupa langt annað hvort ár og einbeita mér að styttri og hraðari hlaupum hitt árið. Það voru margar ástæður fyrir því. Ég held t.d. að ég eigi slatta bætingu inni í styttri hlaupunum, undir 40 og undir 1:30 markimiðin flögrar um í kollinum á mér. Svo er það tíminn í æfingarnar. Það fer svo miklu, miklu minni tími í að æfa fyrir stutt, sem þýðir svo miklu, miklu meiri tími með krökkunum mínum og fólkinum mínu. Svo finnst mér líka hrikalega gaman að hlaupa hratt og maður gerir ekki allt í einu. Þess vegna var þetta svo brilljant plan að taka annað hvert ár langt og hitt stutt. Svo kom Laugavegurinn í fyrra og eftir hann fóru einhvern veginn öll vel íhuguð plön út um gluggann og það urðu bara örlög að fara aftur í ár...
Það er ekkert betra en að fá sér góðan, langan hlaupatúr til að komast að sannleikanum .
Meginflokkur: Pælingar | Aukaflokkur: Hlaup | Breytt 24.9.2009 kl. 13:50 | Facebook
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sakn (eins og Agga myndi orða það )
Börkur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:38
Jáhá.....og maður les þetta bara á alnetinu....!! Buhu.....
Sigrún (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:23
Ég held að þetta sé rétt ákvörðun hjá þér, fjölskyldan er jú aðal málið. Og svo er bara að massa þetta á næsta ári en spretta úr spori þetta árið
Geiri (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 10:53
jeminn... er þetta loka ákvörðun? Mér líst ekkert á þetta.
vala (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:50
Tja...það er fallega gert af þér að leyfa öðrum að komast að. Þá er komin pressa á að einhverjar aðrar glennur vinni þetta. Held að Vala og Sigrún séu bestu kandítarnir þetta árið
Sóla (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:20
Við munum standa okkur vel í móttökunni í Þórsmörk ... þannig að ekkert sakn ... bara fagn :) Þú átt eftir að verða ofurhröð núna í sumar og ná bæði 40 mín markmiðinu og 1:30, enginn efi í mínum huga.
Agga, 18.2.2009 kl. 09:39
Já ég ætlaðist bara til að hún gerði þetta allt, Laugaveginn, -40.mín og -1:30mín. :)
kv. vala
vala (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:16
Ég tel að þetta sé góð ákvörðun hjá þér Eva. Gangi þér vel að hraða þér og ná flottum takmörkum fyrir stuttu hlaupin. Fylgist með :)
Alma María (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.