20.2.2009 | 12:39
Mæðgnastund
Það er starfsdagur á leikskólanum hennar Lilju og ég er svo heppin að geta tekið mér frí til að vera með henni í dag. Við erum búnar að útrétta og borða hamborgara í vinnunni hjá mér. Nú erum við að fara heim að leggja okkur áður en við höldum áfram að hafa það kósý .
Það veitir nú reyndar ekkert af því að gamla konan fái frídag í dag. Elskulegur eiginmaður minn fór fram úr sjálfum sér í leitinn að hrikalegustu hlaupaæfingunni og dró kelluna, frekar þreytta á æfingu í gær.
Þetta hljómar ekkert svakalega: 3 mín bekkusprettir á 10 km keppnishraða í halla 4,0. 3-4 mín hvíld á milli. Við vorum ekki viss um hvort við ættum bara að lækka hraðann eða líka hallann í hvíldinni, þannig að til vonar og vara hélt ég hallanum. Ekki séns að ég gæti þetta, tók þrjá mínútu langa spretti og 3 mín 'hvíld' á 10, ennþá með hallann á 4,0. Fjórða sprettinn hélt ég út í eina og hálfa mínútu...
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að sjá að svona ofur hlaupakona eins og þú getur heldur ekki allt, ég er algjörlega að drepast yfir mínum sprettum en reyni mitt besta.
hafdís (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:33
Við Sigrún erum einmitt í kósý fíling hérna heima að borða vínber og horfa á Incredibles. Stundum er bara ágætt að vera einn með yngsta krílinu :-)
Sóla (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.