24.2.2009 | 12:48
Langhlauparakílóið kvatt
Nú er tími til kominn að losa sig við langhlauparakílóið! Það er nefnilega þannig að kílóið mitt (62) var hugsað út frá því að vera akkúrat hæfilegt til að geta hlaupið svaka hratt, ekkert aukadrasl að drattast með en nægir vöðvar. Þegar ég fór að æfa fyrir Köben í fyrra þá hoppaði á mig eitt aukakíló, sem ég leit á sem langhlauparakílóið mitt. Aukaforðinn til að komast 30+ km með sóma. Svo var það einhvern veginn þannig að það hélt bara áfram að vera á sínum stað þrátt fyrir ég væri ekkert að fara að hlaupa langt. Þ.e. nema einu sinni í mánuði þegar nálgaðist vigtun, þá var því ýtt til hliðar í nokkra dag og svo kom það bara aftur. Meðan ég var enn að hugsa um að hlaupa Laugaveginn var það líka svo sem ekkert fyrir mér. En nú er mál að linni, ekki dugar að vera með langhlauparakílóið í eftirdragi lengur. Sendi frá mér fréttatilkynningu þegar ég hef verið á kílóinu mínu í 10 daga í röð (annars er ekkert að marka).
Sprettæfing á eftir: 5 * 2 km sprettir dauðans á 14,5 - Bring it on!
P.s. Gekk eins og í sögu sem þýðir að næst verða þeir teknir á 15.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.