19.3.2009 | 12:58
Hótel Mamma
Hef gaman af því að segja frá því að ég sé flutt til mömmu... Fólk verður eins og spurningarmerki í framan, thí hí. En það er allt í góðu, við erum sko öll flutt heim til mömmu og pabba. Vorum að láta slípa og lakka hjá okkur parketið á stofu og borðstofu og mála allt saman. Þurftum þess vegna að flytja öll húsgögnin inn í herbergin okkar. Það er orðið alveg svakalega fínt hjá okkur núna og við flytjum, með örlitlum trega þó, aftur heim á eftir.
Á Hótel Mömmu er maður vakin með smá blístri niður ganginn. Þegar maður er búin að skottast í sturtu bíður eftir manni sjóðandi heitur hafragrautur, annars vegar með miklu salti og hins vegar með litlu salti fyrir prinsessuna (mig sum sé...). Verði flík óhrein á Hótel Mömmu þá hverfur hún í tvo - þrjá tíma og birtist svo aftur, tandurhrein og fín. Á Hótel Mömmu þarf maður ekkert að spá í barnapössun þegar manni langar að skottast út í hlaupatúr eða ef maður þarf eitthvað að útrétta. Í rauninni er það eina sem maður þarf að passa að vera komin heim rétt um sex til að verða ekki of seinn í kvöldmatinn sem boðið er uppá, alveg gratís. Get alveg ímyndað mér að svona hafi fjölskyldulífið verið í gamla daga, afi, amma, pabbi, mamma og krakkarnir...
En það er nú líka gott að komast heim til sín, sem betur fer. Smá vandamál að nú þegar allt er orðið svona fínt hjá okkur þá er soldið erfitt að fara með gamla ljóta sófann, túbu sjónvarpið o.s.frv. inn í stofu aftur. En við ætlum ekkert að vera neitt 2007, um leið og krakkarnir eru komnir í sófann þá er hann orðin flottasti sófi í heimi .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu það Eva að ef mig vantar að lesa eitthvað jákvætt þá kíki ég á síðuna þína. Það hefur lengi loðað við mig einhver Pollýönnustimpill en þú toppar mig þúsund sinnum, ég dýrka það hvað þú ert jákvæð!!! Kveðja Linda pinda Parísarpæja.
Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:55
En gaman að heyra Linda :) Þegar ég hugsa til baka þá man ég mest eftir dillandi hlátrinum þínum, hvað ætli það séu mörg á síðan ég heyrði hann síðast, 15 ár?
Eva Margrét Einarsdóttir, 21.3.2009 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.