24.3.2009 | 09:28
Hætt að hlaupa?
Vinkona mín í vinnunni tók á móti mér á mánudagsmorgun með áhyggjusvip. 'Ertu hætt að hlaupa?' Ég var örugglega mjög skrýtin á svipinn, ehhhh ég hljóp ekkert í gær en nei ég ekki HÆTT að hlaupa. Hún hafði lesið í hlaupadagbókinni að ég væri komin í hlaupapásu út af strengnum í lærinu. Ég var fljót að leiðrétta misskilninginn, ég er að tala um hlaupapásu í dögum talið, kannski 3-4 dagar.
Á fimmtudaginn fann ég smá tak í lærinu, sennilega eftir að hafa lyft einhverju þungu heima hjá mér í flutningunum. Á föstudaginn skokkaði ég smá hring og fannst ég ekki verri. Á laugardaginn fann ég aftur á móti verulega fyrir lærinu á æfingu og endaði með því að eftir 14 km þurfti ég að labba síðasta km heim.
Sjálfsmeðferðin felst í hita/kæla lærið, 3 íbúfen á dag í 3 daga og engin hlaup þangað til að ég er algjörlega laus við strenginn. Ég er búin að endurnýja kynni mín við stigvélar og við erum komin í gott daglegt samband, er betri með hverjum deginum sem líður.
Fátt er svo með öllu illt... Strákarnir í vinnunni eru svakalega glaðir með þetta, þeir sjá gullið tækifæri til að taka mig í nefið í hlaupamagni í vikunni. Svo gaman að gleðja aðra... .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verður þá bara að einbeita þér að saumskapnum á meðan:) Þú ert svo góð í því.
hvala (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:36
Uss, þú borðar bara Völunammið og þá batnar þér.
Ásta (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 12:21
ásta ertu ekki búin að hræra í súkkulaðinammið?
vala (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 13:55
Ef strengurinn verður þaulsetinn þá hef ég góða reynslu af Erni nálastungumánni í svona tilfellum
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.