26.3.2009 | 09:41
Vikan
Það á eitthvað svo einstaklega vel við að fá þær fréttir að ég þyrfti að hafa það huggulegt í eina viku, þar sem ég var með nýjasta eintakið af Vikunni falið ofaní tösku hjá mér...
Prófaði að hlaupa pínulítið í hádeginu í dag og lærið var alls ekki að gera sig. Hringdi í Rúnar sjúkraþjálfara og fékk í fyrsta lagi tíma á þriðjudaginn í næstu viku. Bað um að láta hóa í mig ef eitthvað losnaði og klukkutíma síðar fékk ég símtal, mátti koma strax.
Greiningin: Ég hef tognað aðeins efst í lærinu/rassinum við að húsgagnalyftingar. Af því að ég fann aðeins fyrir því á hlaupum þá fór ég að reyna að hlífa mér og hlaupa eitthvað asnalega sem hafði þær afleiðingar að ég fékk þennan fína streng frá rassi niður í hnésbót. Rúnar hamaðist á mér eins og honum væri borgað fyrir það (ehhhh... ) og skildi mig svo eftir á bekknum eins og nálapúða, sagði mér að slaka á... Má ekki hlaupa í viku en öll önnur hreyfing sem ekki hefur sársauka í för með sér er í fínu lagi. Teygja og fara í nudd og bara bing þá verð ég eins og ný.
Í gær hjólaði ég í klukkutíma og í morgun kíkti ég aftur á stigvélina í hálftíma. Ég finn lappirnar styrkjast með hverjum deginum, held þessi cross training geri mér ekkert nema gott. Og mér finnst þetta ekkert leiðinlegt, í alvöru! Ætla líka loksins að finna mér yoga tíma, gef mér aldrei tíma í það þegar ég er að hlaupa.
Þegar ég er inní Laugum svona dag eftir dag þá nota ég líka tækifærið að gera upphífingar. Það er skemmtilegast þegar einhverjir guttar eru nýbúnir að gera 5 eða 10 alveg að drepast. Bið þá aðeins að leyfa mér að komast að, fæ svona: æ, æ, hvað heldur kerlingin að hún geti svip. Geri svo að minnsta kosti 20 .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrikalega flott myndin af þér á forsíðunni :-) Núna neyðist maður til að kaupa blaðið líka til að lesa söguna. Hlakka til !
Ég mæli svo eindregið með Rope Yoga með hlaupinu - gerir ótrúlega góða hluti fyrir miðjuna. En ég skil alveg að sólarhringurinn er ekki alltaf nógu langur fyrir upphífingar, hlaup, crosstrainer og yoga ;-)
Kv, BÖ
Bryndís Ösp (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:01
Nú þarf maður aldeilis að kaupa Vikuna (í fyrsta sinn um langan tíma). Grats.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 16:41
Gaman að rifja upp þá gömlu góðu tíma þegar ég, þú og Bibba vorum að hlaupa meðan við unnum hjá hug og gaman að sjá ykkur tvær vinna ykkur veglegan sess meðal fólks (margir fylgjast með ykkur hér fyrir norðan).
Hef samt áhyggjur hvort þessi svaka upphefð ykkar þessa dagana eigi eftir að ganga yfir mig líka......en það yrði örugglega bara vafasöm forsíðumynd á DV :)
Farinn að kaupa Vikuna!
Börkur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:40
Ég held að ég þurfi núna að kaupa mér vikuna. Þú hristir þessi meiðsli af þér eins og allt annað
Bogga (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:04
Glæsilegt kona góð. Kaupi vikuna við fyrsta færitæki.
Þetta er rétt hjá Berki. Hann er eiginlega einn af oss og það er alveg rétt að þetta er skobara bráðsmitandi. Það hefur að minnsta kosti gengið á milli okkar tvíburanna :)
Bibba (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:19
Já maður verður bara drífa sig áður en blaðið er uppselt. Gaman þessi upphífingar-saga
Corinna (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:15
er hægt að senda þer einka skilaboð þarf ad spurja þig um nokkra hluti
Auður Dagný Gunnarsdóttir, 27.3.2009 kl. 13:26
Við Síams erum mjög stoltar af þér! Vonum að Rúnar komi þér í lag sem allra fyrst. Sjáumst í "áteginu" á sunnudaginn!
Sóla og Ásta, saman á námskeiði (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 15:52
Það er hægt að senda mér póst: eva@isb.is
Og takk fyrir allar kveðjurnar
Eva Margrét Einarsdóttir, 27.3.2009 kl. 18:47
Játs...sá þessa konu utan á Vikunni og hugsaði - hajújá þetta er Eva!! Þú ert massa flott Eva mín´
Sigrún (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 19:09
Rak augun í Vikuna við kassann í Krónunni áðan. Varð bara að kaupa blaðið í fyrsta skipti í mörg ár, það var svo flott kona á forsíðunni .
Þóra Árbæjarskokkari (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 19:41
Glæsileg! Nú æði ég út í búð og kaupi Vikuna :-)
Birgir Sævarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 20:57
Geggjað viðtal, Eva. Ég er að rifna úr stolti að vera getið sem þáttakanda í þínum árangri :)
Bibba (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 21:28
Flott viðtal Eva og flottar myndir!
Valdís (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 19:04
Glæsileg mynd og frábært viðtal. Þú ert alltaf svo jákvæð og örugglega hjálpar það mörgum að lesa þetta viðtal við þig, gefur mörgum von. Alveg meiriháttar fyrirmynd. Þú ert svo sannarlega búin að sýna það og sanna að það að vera alltaf jákvæð getur breytt miklu og gert lífið svo skemmtilegt.
Sólveig (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.