Leita í fréttum mbl.is

Í kollinum á mér...

Fór út að hjóla í morgun, þvílík blíða og hrikalega gaman því nú er ég komin í svo fína hjólaæfingu.  Ég brunaði að heiman, Sæbrautina út að Gróttu og tilbaka Ægissíðuna og Fossvoginn inn í Elliðárdal og heim, 25 km.   Á leiðinni þá er þetta að gerast í hausnum á mér; 'Vá hvað það er gaman að fara svona hratt!!!  Aumingja hlaupararnir, þeir rétt mjakast áfram, ef þeir bara vissu hvað það er gaman að þeysast áfram á hjólinu...   Hvernig nennir hann að berjast þetta með rokið í fangið...'. 

Það fyndna er að ég man oft eftir því á hlaupum að vorkenna hjólurunum: 'Æ, æ, þessi er örugglega að hjóla af því hann getur ekki hlaupið...  Það er náttúrulega ekkert betra en að hlaupa og það er sko miklu betra að hlaupa upp brekkur en hjóla upp brekkur...'.

Ég er búin að greina þetta.  Ég er sennilega haldin þeirri dásamlegu ranghugmynd að sama hvað ég er að gera, þá held ég að það sé best/skemmtilegast....

Litla lufs (a.k.a. Lilja) var voða glöð að fá mömmu sína heim aftur, endalaust af brosum og gleði í þessum litla kroppi, það vantar ekki:

2004 04 Hitt og þetta

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband