Leita í fréttum mbl.is

Færa fókusinn

Lenti í fyndnu atviki í vinnunni í síðustu viku.  Vinnufélagi minn kom til mín og sagði að hann hefði verið í heimsókn hjá ættingjum sínum og þá var mynd af mér og blaðagrein á ísskápnum hjá þeim...  Kom í ljós að þau vilja gjarnan koma sér í betra form og hafa áhuga á hlaupum og sáu í mér fyrirmynd sem hentaði þeim.   Við flissuðum bara af þessu en á hjólinu á leiðinni heim úr vinnunni fór ég að spá í þetta.

Ég man að þegar ég var að alast upp, n.b. á ofætu heimili þá gerðist það öðru hverju, þegar allt var komið í óefni, að það var hengd upp mynd af einhverri spikfeitri konu á ísskápinn.  Það var gert til að fæla mann frá.  Þarf ekki að taka það fram að þetta virkaði ekki og í dag þá get ég ekki ímyndað mér neitt vitlausara! 

Einhvers staðar á leiðinni frá því að vera of feit og þangað sem ég er komin núna, áttaði ég mig á að hætta að vera með fókusinn á feitu fólki.  Ég gat nefnilega alveg endalaust velt mér upp úr því ef einhver annar var feitur og tala nú ekki um hvað það var gott að hafa einhvern sem var feitari en maður sjálfur í grenndinni.  Eins gat ég hneykslast endalaust á því hvað feitt fólk borðaði mikið eða óhollt o.s.frv. 

Í dag þá spái ég bara ekkert í feitt fólk eða hvað það lætur ofan í sig.  Ég hef aftur á móti mjög gaman að því að fylgjast með hvernig grannt fólk borðar.  Ótrúlegt en satt þá borðar það yfirleitt minna og velur hollari mat.  Og ég sem hélt að það væri bara heppið...  Ég reyni að læra af þeim sem eru grannir, spái í hvernig þeir borða, hvað þeir borða, hversu oft, hversu mikið o.s.frv. 

Ég var t.d. alveg gáttuð þegar ég kom að manninum mínum (sem er og hefur alltaf verið grannur)einn morguninn með mæliskeið að mæla haframjöl í morgungrautinn.  'Hva, slumparðu ekki bara á þetta.'  'Það stendur á pakkanum að hæfileg skammtastærð séu 4 matskeiðar.'  Skemmst frá því að segja að mæliskeiðin er ofan í haframjöls dallinum og ég byrja daginn alltaf hæfilega södd.  Sniðugt.

En þá aftur að innganginum, þá held að ættingjar vinnufélaga míns séu bara í góðum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að einbeita mér að því að gera (reyndar ekki ennþá farin að fylgjast með granna fólkinu borða - en á mjög mörgum öðrum sviðum í lífinu).....bæti mig í því með hverjum deginum, líka hætt að einblína á vandamálin og farin að hugsa meira um lausnirnar á verkefnunum.......

.....og talandi um myndinr af þér og viðtalið - ég hef það á náttborðinu mínu - og tek það með mér þegar ég fer að heima heheh.....

heyrðu og já - auðvitað færðu markmiðið mitt í afmælisgjöf!!!

kv. Ása D.

Ása Dóra (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 23:44

2 identicon

Ha ha er sennilega með umrædda blaðagrein á ísskápnum mínum  Þú hangir eflaust á mörgum ísskápum!!

Hildur (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 12:02

3 identicon

Já Eva, þú ert ansi fræg. En samt svo allmennileg. Takk fyrir að vera til :)

Corinna (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 12:56

4 identicon

Færa fókusinn: Enn ein góð pælingin.  Tek hana til handagagns.

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband