Leita í fréttum mbl.is

Allt að gerast

Stundum er svo mikið líf og fjör i gangi að manni finnst eiginlega nóg um... en það er bara í smá stund, svo skilur maður að þetta er lífið!

Ég var í löngu helgarfríi, við hjónin tókum okkur frí á föstudaginn, þvílíkur lúxus.  Við notuðum daginn vel, börnin í skóla og leikskóla, útréttuðum heilmikið og komum fullt af hlutum í verk sem annars hefðu beðið betri tíma.  Svei mér þá ef maður gæti ekki vanist 3 daga vinnuviku...

Á laugardaginn var ég búin að ráða mig sem brautarvörð í Vorþoninu ásamt henni Jóhönnu vinkonu minni og vá hvað það var gaman hjá okkur.  Ég er ennþá með smá harðsperrur í klappvöðvunum, frábært að fylgjast með félögunum standa sig með sóma í eindæma veðurblíðu.  Þórólfur og Lilja komu líka til okkar og Lilja klappaði og heyjaði heil ósköp á hlauparana, meira skottið.  Um miðjan dag gíruðum við okkur svo upp í hjólagallann og hjóluðum með Lilju í blíðunni og komum við í höllinni til að kjósa.  Ég var enn óákveðin þegar ég kom inn í kjörklefann og mín taktík var sú að kjósa þann lista sem ekki innihélt nafn sem lét mig fá ógeðsbragð í munninn.  Það tókst og ég er nokkuð ánægð með valið sem kom sjálfri mér mjög á óvart.  Sölvi, vinur hans Gabríels fékk svo að gista hjá okkur og við slógum upp grillveislu með tilbehör, horfðum bara á bíó og rétt nenntum að kíkja á fyrstu tölur.

Á sunnudaginn var svo hefðbundin hjólreiðatúr hjá frúnni, nema í þetta sinn ákvað bóndinn að koma með.  Hann var alveg búin að sjá þetta fyrir sér sem huggulega stund með konunni sinni, passlega þægilegt eftir erfitt keppnishlaup og fyrir væntanlega sprettæfingu.  Hann var sum sé ekki að átta sig á því að þetta er eina langa æfingin sem ég fæ þessa dagana.  Það er skemmst frá því að segja að hann var nær dauða en lífi þegar heim var komið, "Rosalega ertu sterk!".   Jamm, maður er ekkert að væflast þetta.  í eftirmiðdaginn voru svo tvær fermingarveislur, svei mér þá ef maður er ekki komin á þann aldur (maður er orðin gamla frænkan sem er steinhissa á því hvað börnin stækka alltaf hreint) að manni finnst bara þræl gaman á svoleiðis samkomum...Tounge.

í dag voru svo kaflaskil hjá mér.  Fór út að hlaupa með Oddi félaga mínum í hádeginu og ég segi það satt, það vottar ekki lengur fyrir streng í lærinu.  Það hefur örugglega verið eins og að hleypa belju út að vori, varð alveg spriklandi af gleði.   Oddur kvartaði sáran yfir því að við værum komin á 4:17 pace, það væri ekki furða að hann væri móður.  Vííí...

Pabbi minn á afmæli í dag og eftir vinnu fórum við í snarl og snemmbúið afmæliskaffi, sniðið að þörfum yngstu fjölskyldumeðlimanna.  Nú eru börnin komin í bólið, bóndinn að horfa á Lost og ég með rauðvínstár í glasi að hugsa um hvað ég á það ótrúlega gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera laus við strenginn og geta aftur hlaupið hraðar en vindurinn.

Alma (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk, en alveg róleg... þarf örugglega eina, tvær æfingar áður en það verður

Eva Margrét Einarsdóttir, 29.4.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband