7.5.2009 | 22:29
Icelandair hlaupið 2009
Hljóp besta Icelandair hlaupið mitt í kvöld með honum Gabríel syni mínum. Er að springa úr stolti yfir stráknum mínum sem hefur aldrei hlaupið svona langt áður. Svo duglegur alla leið í rokinu. Þegar við áttum 1 km eftir sagði ég við hann: 'Eigum við að reyna að ná 10 manns áður en við komum í mark'. Hmmpfr... Svo hrökk minn í gírinn þegar við komum á beinu brautina og spændi hann af stað: 'Mamma, tveir!!!' og svo tók ég við og taldi um leið og hann tók fram úr einhverjum. 'Tuttugu og þrír, tuttugu og fjórir, tuttugu og fimm...', ekki séns að ég héldi í við hann. Tíminn 41:46. Geymi þennan dag á harða diskinum .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku bæði tvö,ég sá drenginn koma í mark og hann átti mikið inni. Held að hann eigi eftir að standa sig vel í framtíðinni. Endilega segðu honum að hann hafi verið flottur í hlaupinu.
Kv. Oddur K
Oddur K (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.