Leita í fréttum mbl.is

Rófan okkar

Lilja litla var komin með smá hósta og nokkrar kommur í gær.  Það fór nú ekkert í skapið á henni frekar en fyrri daginn og í gærkvöldi var hún búin að klæða sig í ballerínu pils og söng Dansi, dansi, dúkkan mín fyrir hann pabba sinn.  Hún dansaði líka fyrir hann og snéri sér í hingi.  Allt í einu missti hún jafnvægið og datt á rassinn, lenti beint á höldunni á kommóðunni, jææækkksss...

Litla skinnið getur ekki setið á bossanum, liggur á hliðinni þá líður henni best.  Seinnipartinn í dag þorðum við ekki annað en að fara með hana upp á slysó til að tékka hvort hún væri nokkuð rófubeinsbrotin.  Sem betur fer þá er það ólíklegt, bara illa marin.  

IMG 1049
Á mjög bágt!
IMG 1050
Samt alltaf stutt í brosið...

Af mér er það helst að frétta að eftir að hafa hjólað af mér rassinn í síðustu viku þá var ég þokkalega hjólamettuð...  Hljóp 10 km á laugardaginn og hvíldi svo alveg í dag, veitir ekki af fyrir næstu törn.  Framundan er áframhald á Hjólað í vinnuna og svo er ég búin að skrá mig í Kópavogsþríþrautina næsta sunnudag, ágætt að kveðja 37. aldursárið með trompi.  Fékk að því tilefni lánaðan Racer hjá honum Gísla ritara og er hann nú helsta stofustássið okkar og við skiptumst á að strjúka honum og lyfta.  Fyrsta prufukeyrsla verður á morgun eftir vinnu, spennó.  

IMG 1052

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Ég bið að heilsa Skotta litla. Þið klappið honum fyrir mig.

Gísli Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Er búin að prufukeyra gripinn í rokrassgatinu hérna, þorði ekki nema rétt að skottast úr Markinu og heim.  Ég þurfti að fá hjálp til að skipta um pedalana og þeir tjúnnuðu allt upp fyrir mig (þig) í leiðinni og skiptu um bremsuvír og ég veit ekki hvað.  Þurfti bara að blaka augnhárunum .  Þeim leist voða vel á Skotta, sögðu hann þrusu góðan grip.

Eva Margrét Einarsdóttir, 13.5.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband