10.5.2009 | 22:32
Rófan okkar
Lilja litla var komin með smá hósta og nokkrar kommur í gær. Það fór nú ekkert í skapið á henni frekar en fyrri daginn og í gærkvöldi var hún búin að klæða sig í ballerínu pils og söng Dansi, dansi, dúkkan mín fyrir hann pabba sinn. Hún dansaði líka fyrir hann og snéri sér í hingi. Allt í einu missti hún jafnvægið og datt á rassinn, lenti beint á höldunni á kommóðunni, jææækkksss...
Litla skinnið getur ekki setið á bossanum, liggur á hliðinni þá líður henni best. Seinnipartinn í dag þorðum við ekki annað en að fara með hana upp á slysó til að tékka hvort hún væri nokkuð rófubeinsbrotin. Sem betur fer þá er það ólíklegt, bara illa marin.
Af mér er það helst að frétta að eftir að hafa hjólað af mér rassinn í síðustu viku þá var ég þokkalega hjólamettuð... Hljóp 10 km á laugardaginn og hvíldi svo alveg í dag, veitir ekki af fyrir næstu törn. Framundan er áframhald á Hjólað í vinnuna og svo er ég búin að skrá mig í Kópavogsþríþrautina næsta sunnudag, ágætt að kveðja 37. aldursárið með trompi. Fékk að því tilefni lánaðan Racer hjá honum Gísla ritara og er hann nú helsta stofustássið okkar og við skiptumst á að strjúka honum og lyfta. Fyrsta prufukeyrsla verður á morgun eftir vinnu, spennó.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bið að heilsa Skotta litla. Þið klappið honum fyrir mig.
Gísli Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 20:12
Er búin að prufukeyra gripinn í rokrassgatinu hérna, þorði ekki nema rétt að skottast úr Markinu og heim. Ég þurfti að fá hjálp til að skipta um pedalana og þeir tjúnnuðu allt upp fyrir mig (þig) í leiðinni og skiptu um bremsuvír og ég veit ekki hvað. Þurfti bara að blaka augnhárunum . Þeim leist voða vel á Skotta, sögðu hann þrusu góðan grip.
Eva Margrét Einarsdóttir, 13.5.2009 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.