24.5.2009 | 22:16
Loksins kapp
Arrrghhh... Var rétt í þessu óvart að eyða út öllum myndum helgarinnar nema einni!!!
Hún er reyndar mjög sæt, Lilja að skoða á sér tærnar... En það voru þarna myndir úr sumarbústaðaferðinni okkar sem voru algjört æði, sniff .
En alla vega þá var þessi langa helgi tær snilld. Við stungum af í bústaðinn á miðvikudagskvöldið og vorum fram á föstudagskvöld. Skokk í sveitinni, fótbolti, sundferðir á Selfoss og ísbíltúrar. Á fimmtudagskvöldið fengum við góða gesti í grill hjá okkur, Jóhönnu og Ívar og þá var nú aldeilis spáð í hlaupaspilin fram og til baka. Á föstudaginn kíktum við líka á Elfu og Jón á Selfossi og fengum kaffisopa, skoðum dýralífið á bænum og hoppuðum pínu á trampolíninu þeirra. Eftir allt þetta fjör var Lilja búin að fá nóg og varð eiginlega hálf lasin. Við ákváðum þess vegna að fara í bæinn um kvöldið bara svona til vonar og vara.
Stelpan var nú reyndar miklu sprækari á laugardaginn og þá kom líka í ljós að það var jaxl að þröngva sér í gegn sem var sennilega skýringin á slappleikanum. Gabríel fór með pabba sínum á Þróttaradaginn og þeir hlupu 6 km í áheitahlaupi fyrir Þrótt. Ég tók lengsta hlaupatúrinn minn í 2 mánuði, rúma 16 km og fann ekki fyrir því, nema þá fyrir vellíðan .
Í dag skelltum við Gabríel okkur svo í Árbæjarhlaup Fylkis. Þar var bæði hægt að hlaupa 3 km, Stífluhringinn í Elliðaárdalnum eða 0,5 km á fótboltavellinum fyrir 11 ára og yngri. Gabríel var nú á því að hlaupa styttri vegalengdina en skipti um skoðun þegar við vorum komin upp eftir og ákvað að fara 3 km líka. Hann stóð sig eins og hetja, hljóp á 12:45 (4:43 pace) en ég mældi leiðina 2,7 km.
Ég var þriðja í hlaupinu og fyrst kvenna á 11:05. Ég hef náttúrulega ekkert verið að þenja mig undanfarið og fann alveg fyrir þessu, verkjaði í lungun eftir hlaup. Lappirnar voru alveg þrælsterkar nú vantar bara að ná upp þoli til að geta höndlað hraðann. Fékk fínan bikar að launum, alltaf gaman að fá bikar.
Annars var hugurinn hjá honum Gunnlaugi af og til alla helgina en hann gerði sér lítið fyrir og sigraði 48 tíma hlaupið í Borgundarhólmi, hljóp samtals 334 km og komst með þessu afreki í 3. sæti heimslistans fyrir árið 2009.
TIL HAMINGJU GUNNLAUGUR!
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með enn einn bikarinn. Hringi í þig á eftir :-)
Sóla (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.