31.5.2009 | 22:27
Ekkert að gera...
Einu sinni þá var það einmitt raunveruleikinn hjá mér, ekkert að gera... Tímabilið frá því að ég varð ófrísk að Gabríel og næstu tvö, þrjú árin var ég mest bara ein með sjálfri mér og honum. Eftir að hafa dregið mig út úr þeim félagsskap sem ég var í og þangað til ég fann leiðina aftur að gömlu góðu vinunum og nýjum vinum þá man ég að ég velti stundum fyrir mér hvort að það yrði alltaf þannig. Enginn sem hringdi, síminn hefði allt eins getað verið dauður og ekkert um að vera nema þetta venjulega. Ekki það að ég hafi vorkennt sjálfri mér, ég hafði það ósköp gott í holunni minni með frumburðinum en jú, það hvarflaði stundum að mér að það væri nú gaman að hafa örlítið meiri fjölbreytni í lífinu.
Í dag þá er þetta svo fjarri mínum raunveruleika að stundum finnst mér nóg um. Eftir 100 km daginn minn þá var dagskráin svo þétt að ég var ekki alveg viss um hvort ég réði við þetta allt saman. Tónleikar með Hjaltalín á miðvikudagskvöld, saumaklúbbur hjá Ástu Glennu með hlaupahópnum á fimmtudagskvöld og svo gourmet matarboð hjá Gumma (frmkv.stj. ÁÓ) og Rúnu á föstudagskvöld. Og ég sem er alla jafna sofnuð upp úr tíu... En ó hvað ég vildi ekki skipta til baka og ég geispaði nánast ekkert, það var svo gaman hjá mér .
Prísa mig sæla með þriggja daga helgi og einum eða tveim bjútí blundum. Í gær var rabbarbara dagurinn mikli. Þórólfur og Lilja komu inn með 10-12 kg af rabbarbara sem við Gabríel skárum niður til sultugerðar, í frost og svo henti ég í eitt rabarbarapæ í tilefni dagsins. Sigrún (ein af þessum gömlu góðu) gerði sér svo lítið fyrir og skokkaði úr Garðabænum í kaffi til okkar, allt of langt síðan við höfum sést en nú verður unnið í hittingsmálum. Fórum svo með krakkana í sund hérna niðrí Laugardalslaug í kvöldblíðunni.
Í dag byrjuðum við hjónin daginn á langhlaupi (við erum orðnir svo miklir kjúllar að 16 km er langt) en það er í fyrsta sinn sem við hlaupum langan túr saman síðan ég meiddist í mars! Ég var í voða miklu sumarskapi og fór út á stuttermabol og stríddi karlinum úr jakkanum áður en við fórum, hann hafði þó vit á að vera í langerma... Fengum á okkur haglél og rigningu við Sæbrautina og ég var orðin frekar blá þegar sólin lét sjá sig aftur og í Nauthólsvíkinni var ég fullþiðin og gerðist meira að segja svo djörf að rífa mig úr bolnum . Eftir blund og bita, útréttuðum blómakassa á svalirnar hjá okkur fyrir kryddjurtirnar hans Þórólfs og ég keypti líka tvö tóbakshorn því þau minna mig svo á mormor (ömmu mína í Norge). Skottúr að heils upp á tengdó og þá var tími til komin að fá sér bita á ný og slaka svolítið á, mmmm...
Það sem stendur samt upp úr þessa helgina, hlaupalega séð, er að þrjár vinkonur mínar (fyrir utan gömlu hlaupavinkonur mínar) fóru á Mývatn. Vinkona mín og nágrannakona, sem er að vinna með mér, rúllaði upp hálf maraþoni með glans og svo voru tvær af stelpurnum mínum í Sigurverara hópnum að hlaupa og stóðu sig með sóma. Til hamingju stelpur!
Svo get ég ekki annað en óskað honum Gumma til hamingju með sigurinn í maraþoninu, glæsilegt hjá honum (þó hann hafi tekið tímann minn...).
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðu já - gaman að sjá þig blogga um þetta - eiginlega mætti segja að ég sé einmitt á leiðinni úr svona "ekkert að gera" pakka - mér finnst svo æðislegt að vera komin með áhugamál sem sameinar það að hugsa um heilsuna og koma mér í form, fara á skemmtilega staði og svo það að kynnast nýju fólki og gera eitthvað uppbyggilegt með vinum sínum - samanber það að fara norður, drífa konu frænda míns með í Mývatnshlaupið - sem tók manninn og börnin með og gerði þetta að skemmtilegri fjölskylduferð - og svo að hitta eina úr Sigurvegurunum.....eina af þessum frábæru stelpum sem hafa síðastliðnu tvo mánuði verið að deila reynslu sinni af því að byrja að hlaupa!!!
þetta er baaaara frábært - takk enn og aftur Eva!!
Ása Dóra (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.