Leita í fréttum mbl.is

Hann Gabríel okkar

Guttinn okkar stóð sig með stakri prýði í skólanum, var með yfir 9 í meðaleinkunn og fékk góða umsögn að öllu leyti.  Okkur fannst heldur betur tilefni til að verðlauna góðan árangur, fórum á stúfana í gær og keyptum glænýja takkaskó.    Hann gat ekki beðið eftir því að komast á æfingu í dag til að prófa, var komin út í garð um leið og við komum heim og svo niður á gervigras í Laugardalnum.

Til að toppa daginn þá heyrðum við í Sverri bróður, hann ætlar að sækja strákinn í dag og bjóða honum með sér í sveitina.   Gabríel elskar að vera hjá Sverri í sveitinni, hugsa um dýrin og hjálpa til.  Til að toppa þetta allt saman þá á Sverrir nokkur torfæruhjól og það er ekkert í heiminum skemmtilegra en að leika sér á torfæruhjólum og keppa við stóra frænda sinn þegar maður er 10 að verða 11.

Já, glaðari strák er ekki hægt að finna, það er sko alveg á tæru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dúgglegúr strákur eins og hann á kyn til!

Sóla (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband