10.6.2009 | 14:21
Hann Gabríel okkar
Guttinn okkar stóð sig með stakri prýði í skólanum, var með yfir 9 í meðaleinkunn og fékk góða umsögn að öllu leyti. Okkur fannst heldur betur tilefni til að verðlauna góðan árangur, fórum á stúfana í gær og keyptum glænýja takkaskó. Hann gat ekki beðið eftir því að komast á æfingu í dag til að prófa, var komin út í garð um leið og við komum heim og svo niður á gervigras í Laugardalnum.
Til að toppa daginn þá heyrðum við í Sverri bróður, hann ætlar að sækja strákinn í dag og bjóða honum með sér í sveitina. Gabríel elskar að vera hjá Sverri í sveitinni, hugsa um dýrin og hjálpa til. Til að toppa þetta allt saman þá á Sverrir nokkur torfæruhjól og það er ekkert í heiminum skemmtilegra en að leika sér á torfæruhjólum og keppa við stóra frænda sinn þegar maður er 10 að verða 11.
Já, glaðari strák er ekki hægt að finna, það er sko alveg á tæru.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dúgglegúr strákur eins og hann á kyn til!
Sóla (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.