13.6.2009 | 18:57
Gullspretturinn 2009
Stóðst ekki mátið, ótrúlega fallegur dagur og skrokkurinn bara miklu betri en ég þorði að vona. Tengdapabbi kom og sótti okkur rétt fyrir hádegi og við lögðum í hann á Laugavatn. Ég var með lítið ferða apótek með mér sem innihélt sótthreinsandi vökva, grisjur, plástra og plastpoka til að hlífa skurðunum.
Skemmst frá því að segja að þetta hlaup gekk eins og í sögu, reynslan spilar heilmikið inní, ekki að keyra sig út í mýrunum í byrjun og vera vel vakandi yfir leiðinni svo maður lendi ekki ógöngum. Í kvennaflokki var aldrei spurning um hver myndi sigra, hún Aníta (litla skottið hennar Bryndísar Ernsts) þaut af stað og ég sá aldrei í hana á leiðinni! Ég var næst á eftir henni fyrstu 2 km en þá fór einhver kona fram úr mér sem ég þekki ekki, hmmm...
Ég hélt mínu striki, slakaði á í mýrunum og jók svo hraðann á betra undirlagi. Eftir rúma 5 km var ég aftur farin að nálgast keppinautinn sem hafði verið töluvert langt á unda mér og ég sá að það var smuga að ná henni. Nokkru síðar kom tækifærið og ég lét vaða og hélt forskotinu til enda. Hlaupið endaði svo á blóðugum endasprett milli okkar Geirs og ég þykist hafa tekið hann á sjónarmun þar til annað kemur í ljós . Tíminn mjög ánægjulegur 46 mínútur rúmar en ég er að bæta mig um 3 mínútur rúmar í þessu hlaupi.
Þórólfur varð annar í hlaupinu á rúmum 40 mínútum, ætli við fáum ekki bara Fálkaorðuna fyrir silfrið... Ótrúlega skemmtilegur dagur og í mínum huga er þetta eitt skemmtilegasta hlaupið á landinu.
Annars verð ég líka að hrósa henni Völu Glennu sem gerði sér lítið fyrir og var fyrst kvenna í 7 tinda hlaupinu, glæsilegt. Glennur rokka!
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir hlaupið Eva! Þetta var yndislegt hlaup, Geggjað út í gegn. þarna spilaði reynsla stóra rullu og gaman að enda á þessum fína spretti!
Geiri (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:36
Já takk sömuleiðis! Við höfum örugglega bætt okkur meira en annars, á því að elta hvort annað .
Eva Margrét Einarsdóttir, 15.6.2009 kl. 14:20
Til hamingju með þetta Eva og Þórólfur! Djöfull ertu annars drullufitt, stelpa. Maður kaupir ekki svona six-pack úti í búð, hvað þá í Ríkinu!
Sóla (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.