15.6.2009 | 21:33
Bláalónsáskorun 2009
Fyrst ég fann ekki neitt að ráði fyrir Gullsprettinum þá var engin spurning í mínum huga um að skella sér í fyrstu hjólreiðakeppnina á ferlinum, 60 km fjallahólakeppni frá Hafnafirði í Bláa Lónið.
Ég var eiginlega búin að afskrifa keppnina eftir byltuna á fimmtudaginn þannig að á laugardagskvöld átti ég eftir að græja allt sem þurfti að græja. Skipta um dekk á hjólinu, af götu yfir á grófari dekk, pumpa í, skrúfa aukadót af hjólinu og svo var að ná klips pedulunum af racernum til að setja á fjallahjólið mitt. Það reyndist þrautin þyngri, ekkert af okkar verkfærum dugðu til og engin búð opin til að ná sér í almennilegan fastan lykil. Hringdi í hana Bibbu mína og spurði hvort hún ætti einhver trix í pokahorninu og viti menn, hún átti eins og eitt stykki Ásgeir sem ég fékk frjáls afnot af langt fram eftir kvöldi. Hann kom ekki bara eina ferð (tók út verkfærin okkar og hnussaði yfir þessu drasli), eftir að við vorum búin að hringja í alla nágranna í leit að föstum lykli nr. 15 (sem er algjört must), þá fór hann heim, náði í sinn lykil og kom aftur of skipti um pedala fyrir mig. Það veit sá sem allt veit að hann á einn stóran inni hjá mér ef ekki tvo (og Bibba náttúrulega líka ).
Ég var nervös eins og smástelpa, vaknaði fyrir allar aldir og var með fiðrildi í maganum. Þórólfur og Lilja skutluðu mér í Hafnarfjörðinn og þar mælti ég mér mót við Jens sem var með pumpuna sína með sér, græjaði þrýstinginn í dekkjunum og lagaði bremsurnar mínar. Ég var búin að útbúa orkudrykk í brúsa áður en ég fór að heiman en í spenningnum tók ég óvart vitlausan brúsa og uppgötvaði í startinu að ég var bara með vatn og 3 tímar framundan... Sem betur fer hafði ég gripið með mér lúku af M&M á leið úr húsi, frekar glöð með það.
Mér var ráðlagt að vera skynsöm fyrstu km og ég lagði í hann í miðjum hóp. Ég komst að því þegar ég var komin af stað að hraðamælirinn hafði skemmst í byltunni minni, því eina sem virkaði var klukkan. Ég hjólaði mjög þægilega fyrstu 15 km, æfði mig í að drafta og allt gekk eins og í sögu. Það kom mér á óvart að margir löbbuðu upp brekkurnar með hjólin sín, mér fannst þægilegra að hjóla brekkurnar. Svo voru langir kaflar þar sem maður gat náð fínum hraða en eins gott að vera vel vakandi alla leið. Ég hef ekkert hjólað utanvega og var með hjartað í buxunum niður bröttustu brekkurnar en fannst samt hrikalega gaman.
Þar sem ég byrjaði, eftir á að hyggja, kannski helst til rólega, þá var ég alla leiðina að taka fram úr og það var svo sem ekkert leiðinlegt. Leið mjög vel allan tíman og skemmti mér konunglega þó stundum hefði ég á tilfinningunni að ég myndi hreinlega hristast í sundur á þvottabrettavegunum... Fékk mér banana og orkudrykk á brúsann minn á drykkjarstöðinni. Það var hörku barátta síðustu km um annað sætið í kvennaflokkinum en ég varð að játa mig sigraða, missti hana fram úr mér á síðasta malarveginum sem var mjög torfarinn og þar lak ég tvisvar af hjólinu og þurfti að koma mér af stað aftur með tilheyrandi töfum. Var ekkert smá fegin að komast aftur á malbikið síðustu km og frábært að koma í mark.
Tíminn 2:38:18 og 3. sætið í kvennaflokki. Ein skemmtilegasta keppni sem ég hef tekið þátt í og ég er orðin forfallinn hjólari, ég meina það! Hlakka til að endurtaka leikinn að ári, reynslunni ríkari.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju Eva. Þú ert nagli. Gaman að lesa lýsinguna, maður upplifa leiðina bara aftur. Tilfinningar á sunnudaginn voru ca. svona og svona og svona .
Corinna (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 21:59
ohh þú ert svo töff!
Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 22:03
Þú ert baaaara geðveik - frábær fyrirmynd - lætur ekkert á þig fá !!!
Ása Dóra (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 01:50
Þú ert ótrúleg. Alltaf fremst í flokki. Innilega til hamingju með þennan árangur.
Alma María (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:14
Yeah!
Sóla (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 21:18
Snilli tilli!
Ásta (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 12:34
Takk stelpur, maður kemst svo miklu lengra með svona góðum stuðningi .
Eva Margrét Einarsdóttir, 18.6.2009 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.