21.6.2009 | 20:36
Kvennahlaup og sveitaferð
Við Lilja mættum að venju í Kvennahlaupið og í þetta sinn hlupum við í Mosó. Pikkuðum Öggu og Eyrúnu upp á leiðinni og hittum svo fullt af flottum skvísum sem við þekktum á staðnum. Við Lilja fórum 3 km og ég var með hana í kerrunni í þetta sinn. Hún skemmti sér konunglega, hitaði upp af mikilli innlifun og hljóp sjálf í mark og tók við verðlaunapening.
Stolt með mömmu gömlu
Slakað á eftir hlaup
Eftir hlaupið lögðum við svo í hann í sveitina en Guðrún Harpa vinkona mín hélt upp á fertugsafmælið sitt á ættaróðalinu Fljótstungu. Frábær veisla með útilegu og skáta þema, grilli og skemmtiatriðum. Lilja tók sig til í miðri veislu og bað um hljóðnemann og söng afmælissönginn fyrir framan fullt hús (örugglega hátt í 100 manns) af áheyrendum og hneigði sig svo á eftir þannig að ennið snerti gólfið. Hún lét það ekki nægja heldur tók aukalag, Fimm litlir apar og sýndi svo dans, sem mætti skilgreina sem nútímaballett, fór í splitt og spígat og sýndi tilþrif á míkrafón súlunni... Við Þórólfur og Gabríel horfðum gapandi á þetta allt saman og áttum ekki orð! Við fengum að gista í bústað hjá þeim í Fljótstungu og sveitaloftið gerði okkur greinilega gott, skriðum úr rekkju rúmlega 11 og það hefur ekki gerst í mörg ár.
Á leiðinni í bæinn stoppuðum við í kaffi hjá Sverri bróður og Gabríel kynnti okkur fyrir heimalningnum og hinum dýrunum á bænum.
Meginflokkur: Hlaup | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt 22.9.2009 kl. 14:14 | Facebook
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þau eru flott gullin þín
Bogga (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:05
Ójá! Takk annars fyrir samveruna í gær. Hefðir átt að taka lúr í arinherberginu, við Ásta vorum þar aleinar!
Sóla (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 18:32
Já, Bogga er ótrúlega þakklát fyrir þessi kríli .
Sóla: Óóóó... hvað það hefði verið ljúft að kúra hjá ykkur, á það inni .
Eva Margrét Einarsdóttir, 24.6.2009 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.