Leita í fréttum mbl.is

Miðnæturhlaup 2009

Sum hlaup eru þannig að allt gengur upp og maður rúllar þægilega á fyrirfram ákveðnu pace...  Miðnæturhlaupið hefur aldrei verið þannig hjá mér og var ekki þannig í gær heldur!

Við Þórólfur hlupum 10 km en Gabríel tók þátt í 3 km skemmtiskokkinu.  Þórólfur gerði sér lítið fyrir og bætti tímann sinn um mínútu, hljóp á 36:45, ótrúlega flott hjá honum enda er hann að uppskera eftir góða æfingalotu.  Gabríel hitti félaga sína og hljóp með þeim áleiðis áður en hann gaf í og kláraði á rétt rúmlega 16 mínútum.

Ég var að taka þátt í minni fyrstu keppni síðan í mars, þ.e. síðan í síðasta Powerade hlaupinu en upp úr því meiddist ég og hljóp ekkert í 6 vikur.  Ég hafði ekki alveg tilfinningu fyrir forminu, hef bara hlaupið nokkrum sinnum yfir 10 km frá því um miðjan maí og ég náði bara einni almennilegri sprettæfingu í mánuðinum.  Ég hafði nú samt ofurtrú á því að hjólið skilaði heilmiklu í að halda formi og setti þess vegna markið hátt og stefndi undir 42. 

Eins og venjulega er fyrri hringurinn bara ljómandi fínn, vel tekið á því en nóg eftir...  Upp á Laugarásveg aftur og þá finnur maður að bensínið er komið á LOW...  Og þá er bara að reyna að láta síðustu dropana duga alla leið í mark.  Ég hafði frábæran héra síðasta hlutann, hana Margréti Elíasdóttur, sem á heiðurinn af því að ég druslaðist í mark á 41:53.  Reyndi bara að hanga í hælunum á henni síðustu km eins og ég gat.  Þetta er besti tíminn minn á árinu en ég á best 41:00 í 10.  Leggur línurnar fyrir sumarið og ég stefni klárlega á bætingu áður en langt um líður.  Þessi tími skilaði mér líka 3. sæti í kvennaflokki og flottum bikar, alltaf gaman að fá bikar!

Eins og alltaf, stendur upp úr að hitta gamla og nýja hlaupafélaga, upplifa alla gleðina og spenninginn á staðnum og fá að taka þátt í stórum sem smáum sigrum vina og vandamanna.

IMG 1313
Fjölskyldan komin heim eftir hlaup
IMG 1311
Lilja sver sig í ættina....
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær tími hjá Þórólfi en þú ert greinilega að reyna að gera eitthvað lítið úr honum:46:45!! Öss össs össss!   Mér fannst þú bara helvíti létt á fæti þarna í hlaupinu og það er alveg frábær árangur að taka þriðja sætið af öllum þessum fjölda. Ég sá að þú varst rétt á undan Sibbu og það fannst mér ekki leiðinlegt!

Sóla (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Leiðrétt!!

Eva Margrét Einarsdóttir, 24.6.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Flottur tími hjá kellunni.  En er litla skott að lesa runners world á koppnum?

p.s. takk fyrir að hafa áhyggjur af mér :)

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 24.6.2009 kl. 23:10

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já, það var nýjasta trikkið í að 'fara ekki að sofa' missioninni hjá henni.  Hún heimtar að fá að pissa eftir að hún er komin uppí (þó hún sé nýbúin) og svo situr hún lon og don og blaðar í Runners World...  Við erum reyndar komin með ásættanlega lausn á þessu núna!  Við stillum eldhúsklukkuna á 3 mínútur, þegar hún hringir er það bara uppí rúm og ekkert múður  .

Eva Margrét Einarsdóttir, 25.6.2009 kl. 09:27

5 identicon

Glæsó árangur hjá ykkur. Ekki gott samt ef maður er að kúka að þurfa að slíta í sundur hvort sem maður er búinn eða ekki eftir 3 mínútur;)

Ásta (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband