Leita í fréttum mbl.is

Heiðmerkuráskorun 2009

Nú þegar maður er komin með vott af hjólabakteríu þá er ekki hægt annað en að henda sér út í djúpu og vera með í þeim keppnum sem maður hefur tækifæri til, þannig lærir maður jú mest.

Var vel sýrð í lærunum eftir Miðnæturhlaupið og vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í annað en að þetta væru 12 km á stígum og götum í Heiðmörkinni.  Ég startaði frekar aftarlega og hafði bara hugsað mér að þeysast fram úr þeim sem væru hægari en ég.  Það voru mistök, í þessari þraut er brautin nefnilega þannig að rétt eftir start er beygt inná þrönga skógarstíga og þú ert meira og minna fastur á þeim stað sem þú lendir í röðinni. 

Ég gat ekkert farið að hjóla af viti fyrr en eftir 3-4 km, en fram að því gat ég rétt svo smeygt mér fram úr nokkrum og í einni brekkunni lagðist eitt stykki stór og stæðilegur karlmaður á hliðina rétt í því að ég var að hjóla fram úr honum og lenti ofan á mér Shocking.  Mér varð nú samt ekki meint af, stökk aftur á hjólið og var hrikalega glöð að komast á veginn, þá var líka blastað. 

Fyrri hlutinn er meira svona puð upp brekkur en seinni hlutinn er niður í móti og maður skyldi ætla að það væri auðveldara en þá er maður gjörsamlega með hjartað í buxunum, hjólar eins hratt og maður þorir niður mjóa malarstíga með beygjum.  Varð vitni að einum sem flaug langleiðina út í Elliðavatn... Endaði í 4. sæti kvenna, önnur í mínum flokki. 

Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og á öruggleg eftir að taka þátt aftur.  Merkingar voru til fyrirmyndar og brautarverðirnir stóðu sig með prýði.  Reyndar var öll umgjörð keppninnar eins og best verðu á kosið, flott grillveisla að lokinni keppni og flottir verðlaunagripir í boði. 

Hérna er nokkrar myndir sem voru birtar á hfr.is síðunni:

Eva3

Í halarófu...

Eva5

Að koma í mark!

Eva6

Silfur í aldursflokki :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það voru ss engnir 24km :)

vala (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 12:03

2 identicon

Ein keppni á dag kemur skapinu í lag!

Sóla (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Sigrún Þöll

Eva! eltiru uppi óhöppin ? HEILL KALL OFANÁ ÞIG! jesúss minn!!!

en til hamingju með árangurinn, þú ert nótla hetjan mín hehehe.. EN HEILL KALL!!! *hristahaus*

Sigrún Þöll, 25.6.2009 kl. 15:31

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Fyndið...  mér finnst ég svo ótrúlega heppin .  Ég er nefnilega alveg til í að taka smá skrámurnar í lífinu, á meðan ég slepp við stór áföllin skal ég segja þér!

Eva Margrét Einarsdóttir, 25.6.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband