Leita í fréttum mbl.is

Hvalfjarðarkeppni HMS 2009

Fyrsta hjólreiðakeppnin mín á racer og örugglega ekki sú síðasta.  Brunaði að heiman og upp í Hvalfjörð snemma í morgun en keppnin hófst rétt við Félagheimilið Dreng k. 10.  Var að sjálfsögðu með fiðrildi í maganum, vissi ekkert hvað ég var að fara út í...

Ég græjaði mig til og hjólaði svo smá spotta bara svona til að tékka hvort Scotti væri ekki örugglega að rokka.  Ég notaði líka tímann fyrir keppni til að ná mér í góð ráð frá mér reyndari hjólurum.  Lykilatriði í svona keppni er að hanga í hóp, þ.e. að skiptast á að brjóta vindinn.  Ég plásseraði mig fyrir aftan Láru og ætlaði aldeilis ekki að sleppa henni frá mér.  Sæææællll....  Var skilin eftir í fyrstu brekku en eftir 4-5 km var ég orðin heit og fín og fór að draga á aftur.  Brautin er ekki auðveld, upp og niður brekkur alla leiðina.  Missti aldrei augun af Láru sem náði að hanga í síðasta karli fram að snúning og endaði í öðru sæti, tveim mínútum á eftir henni.  Næstu konur komu 12 og 15 mínútum á eftir okkur. 

Það sem ég lærði í þessari keppni og ætla að bæta úr næst, í fyrsta lagi að hita almennilega upp, í öðru lagi þá má ég hækka sætið aðeins í keppni og í þriðja lagi þarf ég að æfa mig í að festa mig í clipsin á racernum (miklu erfiðara en á fjallahjólinu mínu).  Var eins og algjör lúði að paufast þetta í byrjun og við snúninginn. 

Ótrúlega vel að öllu staðið varðandi keppnina, HMS (Hjólreiðafélag Miðaldra Skrifstofumanna) á hrós skilið.  Tvær veglegar silfurmedalíur í safnið Wink.

IMG 1321

Myndir og úrslit á www.hfr.is og www.hjolamenn.is.

Svo er hérna ein rosa sæt af feðginunum að þvo bílinn saman á föstudagskvöldið.

 

IMG 1315

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

önbilívable flottasta gellan á svæðinu. Til hamingju með þetta! Glæsilegt!

Sigrún Þöll, 27.6.2009 kl. 22:26

2 identicon

Glæsilegt hjá ykkur Skotta litla, eins og við mátti búast. Þú ert að komast í járngírinn.

Gísli ritari (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 15:09

3 identicon

Flott hjá þér Eva.  Lára hefur hjólareynsluna fram yfir þig en þú ert fljót að ná þessu.  Þú átt eftir að verða betri hjólari en þú ert hlaupari

Jens (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 23:28

4 identicon

Þú verður a.m.k. besta þríþrautakona Íslands og jafnvel Norðurlandanna með þessu áframhaldi!

Sóla (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 13:13

5 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk, takk aðalmálið er nú samt hvað ég hef svakalega gaman af þessu .

Eva Margrét Einarsdóttir, 30.6.2009 kl. 21:43

6 identicon

Til hamingju - með Gabríel líka - þú ert alveg hrikaleg - ekkert smá gott að hafa svona góða fyrirmynd ;o)

Ása Dóra (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband