Leita í fréttum mbl.is

Meira um N1 mótið

Gabríel hringdi í okkur heldur betur glaður seinnipartinn, þeir eru komnir í undanúrslit!  Í dag voru 3 leikir, eitt jafntefli og 2 sigrar í viðbót og strákarnir eru efstir í sínum riðli.  Nú er bara að krossa allt sem hægt er að krossa og hugsa til hans Gabríels á morgun!

Við Þórólfur tókum okkur sólarfrí eftir hádegi í dag og notuðum seinnipartinn til að lakka og pússa nýja elshúsplötu og svo keyptum við svaka flottar rólur í garðinn.  Erum hálfnuð með uppsetningu en við gátum ekki klárað alveg vegna þess að frúin átti pantaðan tíma í 60 mínútna Comfort Zone andlitsbað og spa (afmælisgjöf Grin).  Hef ekki prófað svoleiðis dekur áður og svei mér þá, I loved it!  Ég steinsofnaði með einhvern maska á fésinu, á upphituðum bekk, innvafin í mjúk handklæði og með eitthvað svalandi yfir augun (gúrka???).  Er með svona mmmmm tilfinningu, á leið upp í sófa að kúra hjá kallinum.

Á morgun eru það svo 10 km á Skaganum.  Engar yfirlýsingar, við ætlum bæði að láta þetta bara ráðast hjá okkur.  Megin fókus verður á að skemmta sér á írskum dögum með Lilju og tengdapabba í för.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vááá næs - það er svo gott að fara í svona dekur - maður fer alltof sjaldan!!

Ása Dóra (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband